…er í Húsgagnahöllinni í kvöld. Ef allt væri eins og vanalega, þá væri jólakvöld Húsgagnahallarinnar fjölmennur viðburður í versluninni. En þess í stað er allt, í raun bara allt öðruvísi. Við eigum að halda okkur heima, og passa að nota grímur, og passa upp á fjarlægðarmörk á milli manna, þannig að nú er það bara jólastemmingin í búðunum 2020 – á netinu!
Það þarf ekkert að vera verra, það er bara öðruvísi, ekki satt?
Í kvöld kl 20 þá hefst bein útsending á Facebook-síðu Hallarinnar og þar verður hægt að fylgjast með skemmtilegri dagskrá, hægt að vinna vinninga og bara hitt og þetta spennandi.
Smellið hér til þess að fylgjast með!
Það voru nokkrir aðilar fengnir til þess að koma og leggja á Jólaborð, og ég fékk að vera ein þeirra. Alls ekki leiðinlegt project að mæta og týna til alls konar fallegt og spennandi til þess að setja á borðið!
….ég var fremur svona kántrískotin í þetta sinn fannst mér. Svona rustic Broste stell sem er svo fallegt, Nordic Sand, og borðið sem ég var að vinna á var svo fallegt að ég bara hélt áfram í þessa átt!
…ég týndi saman flestallt það sem ég notaði á borðið, og fyrir neðan myndina eru beinir hlekkir inn á heimasíðu Húsgagnahallarinnar þar sem þið getið tryggt ykkur það sem er að heilla. Það er líka 20% afsláttur af smávöru auk þess sem það er frí heimsending, sem er kjörið að nýta sér…
- Broste Holger kertadiskur
- Nordal Era 4 arma kertastjaki
- Lene Bjerre aðventunúmer
- Broste jólatrés kerti
- Lene Bjerre krans 45cm
- Lene Bjerre könglakrans 30cm
- Lene Bjerre gullbíll
- Lene Bjerre tindáti gylltur 23cm
- Lene Bjerre Led jólatré 130cm
- Lene Bjerre Led jólatré 95cm
- Kökudiskur stór
- Kökudiskur minni
- Nordal rauðvínsglas
- Nordal vatnsglas
- Nordal hvítvínsglas
- Dutch Deluxe Dented kanna
- Dutch Deluxe Dented krukka
- Broste Nordic Sand matardiskur
- Broste Nordic Sand hliðardiskur
- Broste brauðdiskur
- Broste Nordic Sand skál
- Broste fat
- Broste fat
- Broste Nordic Sand kanna
- Broste hnífapör svört
- Bleikur löber frá Eightwood
…eitt af því sem heillaði mig mikið voru gylltu stjakarnir tveir sem ég stillti upp á miðju borðinu saman. Utan um þá fóru síðan bara tveir kransar og úr varð falleg borðskreyting sem allir geta gert…
…mér fannst fallegt að vera með stellið svona í hvítu á grófu borðinu, og svo með þennan gammelbleika löber með…
…þetta er svo mildur og fallegur litur með…
…Broste jólatréskertin eru líka einstaklega falleg, og smá svona fjólubleikur bjarmi yfir þeim, og fóru því vel með bleika litinum í löberinum…
…þannig að svona var jólaborðið mitt í Höllinni þetta árið, einfalt eða ? Mér fannst það svona frekar 🙂
…glösin voru líka svona blönduð og frekar gróf, ég elska þau sko!
…fannst það koma skemmtilega út að vera með tvö liti…
…en eitt af því sem heillaði mest var þessi kanna, krukka og kökudiskar. Þið vitið bara hvað ég er viðkvæm fyrir svona fínerí…
…fór ótrúlega vel með stellinu, þó þetta sé ekki sama merki…
…fannst það líka koma vel út að setja aðventutölustafina á sum kertin…
…en þetta stell er líka einstaklega fallegt…
…hvort sem er spari eða hversdags…
…ég sagði ykkur að þetta var að heilla, og ég fékk mér sko Broste kökudiskinn í svörtu. Hann kemur líka stór – geggjaður!
Könnuna fallegu og krukkuna fyrir áhöldin, en mér finnst þetta æðislegt og svo mikið Joanna Gaines eitthvað. Gyllti bíllinn er líka yndislegur og litla jólatréð…
…annars segi ég bara verum heima, ábyrg og pössum upp á hvert annað! Knúsar ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥