…ég hef gaman að því að nota þennan miðil minn til þess að beina sjónum mínum, og þar af leiðandi vonandi ykkar líka, að litlum verslunum og hönnuðum, og vonandi að kynna ykkur fyrir einhverju nýju og spennandi.
Ég er reyndar ekki að kynna ykkur fyrir Vast.is í fyrsta sinn, en ég er búin að vera heilluð af vörunum hennar Vaivu síðan ég sá þær fyrst. Svo dásamlega fallegar allar sem ein. Í fyrra var ég heilluð upp úr skónum af dagatalskertinu hennar, sjá hér!
…kertið í ár er sko ekki síðra, hreint bara dásamlega fallegt. Eins og í fyrra þá eru umbúðirnar kapituli fyrir sig, þetta er hin fullkomna gjöf til þess að gefa einhverjum svona þegar jólin nálgast…
…kertið í dag er með einfaldari tölustöfum, en þess í stað kemur svo falleg skrift í Gleðileg jól og svo ártalið fyrir neðan. Eins og alltaf hjá Vast.is, svo stílhreint en fallegt…
…nýjung í ár er síðan þessi fallegi svarti stjaki fyrir kertið. Svo töff…
…þar að auki verð ég að nota tækifærið og sýna ykkur snilldar kortin sem hún gerir líka. Fyndin og falleg, hvað er hægt að biðja um meira…
Um StudioVast:
Studio Vast er skapandi hönnunarhús staðsett á Akureyri í eigu grafíska hönnuðarins Vaivu Straukaité. Hún vinnur með einstaklingum og fyrirtækjum allsstaðar á landinu og veitir persónulega þjónustu á sviði almennar grafískar hönnunar. Sköpunarástríða Vaivu fyrir utan grafíska hönnun er skrift og leturgerðir. Hún sérhæfir sig í nútímalega listritun/Modern Calligraphy sem nýtist henni vel í ýmsum hönnunarverkefnum. Einnig skrifar hún á skilti og glugga fyrir veitingarstaði, tekur að sér listritunnarþjónustu fyrir viðburði eins og fermingar, brúðkaup, útskriftir, skírn, afmæli eða hvaða tilefni sem er. Hjá Studio Vast einnig hægt er að versla tækifæriskort, sérmerkt kerti, dagatalskerti, gjafapappír, taupoka sem eru hannaðir og framleiddir á Akureyri og í Reykjavík.
Smella hér til þess að skoða heimasíðu Vast.is!
…ok nú fer ég að skreyta pínulítið, það er bara þannig…
Hægt er að versla kertin og kortin beint á heimasíðu Vast.is.
Smella hér til þess að skoða heimasíðu Vast.is!
Smellið hér til þess að fylgja StudioVast á Facebook!
Ég fer sko ekki ofan af því að þetta eru langfallegustu dagatalskertin að mínu mati! ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild! ♥