……mig langar að nota þennan miðil minn til þess að beina sjónum mínum, og þar af leiðandi vonandi ykkar líka, að litlum verslunum og hönnuðum, og vonandi að kynna ykkur fyrir einhverju nýju og spennandi.
Ég hef áður sýnt ykkur dásamlegar vörur frá Fabia.is sem eru hver annari fallegri.
Um helgina með gefur kóðinn Skreytumhus ykkur 10% afslátt í vefverslun Fabia.
Seinast sagði ég ykkur frá Ömmubollanum, Ömmubollinn (smella hér). Einstaklega fallegur lítill bolli sem kemur til með að vera gefinn út með mismunandi íslenskum blómum og verður því bara safngripur…
…ég skrifaði á sínum tíma: “…svo ótrúlega falleg og fínleg hönnun, og ég sé þetta alveg fyrir mér þegar það verður komin einn með Sóley framan á og svo gulur að innan og þar fram eftir götunum.”
Hér er hann síðan kominn, ásamt Gley mér ei bollanum og Eyrarrósinni. Dásamlegir allir saman – smella hér til þess að skoða…
…síðan til þess að fullkomna þetta alveg, þá eru komnar fallegar kaffiservéttur í stíl, þannig að hver bolli á sína servéttu…
…mér finnst þetta svo mikil snilldargjöf fyrir konurnar í kringum okkur, svo falleg vinkonugjöf, eða handa tengdó, eða mömmu eða bara hverri sem er!
“Til heiðurs öllum ömmum sem eitt sinn voru, eru og munu verða”. Þannig að þetta er bara bolli handa konunum sem skipta máli…
…en hún Guðný er með fleiri nýjungar núna, en í haust kynnti hún inn svo ótrúlega fallegan bakka sem ber nafnið POPULUS-sett, smella hér til að skoða.
“Framreiðslu bretti unnið úr íslenskri ösp og olíuborið með eiturefnalausri olíu. Með fylgja stálbakki og kertastjaki með segli. Bæði dufthúðað með svartri mattri áferð.”
…Guðný var svo elskuleg að senda mér brettið og lét fylgja með fjóra kertastjaka – og ég vek líka athygli ykkar á hversu fallega þetta er pakkað inn og frágengið…
…auðvitað verandi með fjóra stjaka þá kom bara til greina að jóla með þetta. En þetta er auðvitað líka ostabakki, tja eða í raun bara fyrir hvað sem þér dettur í hug…
…og svo er bara að setja kerti í, og njóta…
…hér sést bakkinn á borðinu með fjórum kertum og í sinni einföldustu mynd…
…en svo má leika sér með þetta og setja snjó eða alls konar skraut á, eða bara jólakökur…
…elska hvað þetta er fallegt og stílhreint…
…svo er auðvitað einfalt að fækka stjökunum eftir ykkar vilja, en með orginal umbúðum fylgir 1 stk…
Um FabiaDesign.com af heimasíðu þeirra:
Fabia er íslenskt hönnunarmerki sem leggur metnað sinn í að fegra heimili með vöru úr umhverfisvænu hráefni. Allar vörur merkisins eru hannaðar þannig að þær skilji eftir sig eins lítið umhvefisspor og mögulegt er. Þó að fagurfræðin á bakvið hverja vöru sé alltaf útgangspunkturinn þegar varan er hönnuð taka eftirfarandi þættir ekki minna pláss í heildar hönnunarferlinu.
- Efnisval: Við val á efni er haft í huga hvernig hráefnið er framleitt og hvaða ferli það fer í gegnum til að hægt sé að vinna úr því vöru. Lokafrágangur vörunnar er þannig að hann er auðveldlega endurvinnanlegur.
- Form og flutningur: Hver vara er hönnuð með það að markmiði að efnisnýtingin sé sem best til að sem minnst fari til spillis. Reynt er að forðast alla íhluti til samsetningar og er lögun vörunnar höfð þannig að sem minnst fari fyrir henni í flutningi.
- Umbúðir: Allar umbúðir eru úr endurunnu og/eða umhverfisvottuðu efni.
Fabia Design var stofnað af Guðnýju Björk Pálmadóttir í byrjun árs 2017. Hún er frumkvöðull frá náttúrunnar hendi og lifir fyrir hönnun og þróun hugmynda af ýmsum toga. Guðný hefur síðan 2005 unnið á sviði innanhússhönnunar og vöruþróunar, jafnt sjálfstætt starfandi, innan fyrirtækja og gegnum nám. Guðný lauk BSc prófi í arkitektúr og hönnun árið 2013 og MSc í nýsköpun og frumkvöðlafræðum árið 2015.
Hægt er að versla vörurnar beint af heimasíðu Fabia Design, og líka hjá:
Vörur Fabia eru til sölu á eftirfarandi stöðum:
- Garðheimar -Reykjavík
- Bast Kringlunni -Reykjavík
- Blóm og fiðrilidi -Reykjavík
- Líf og list -Smáralind, Kópavogi
- 18 Rauðar Rósir -Hamraborg, Kópavogi
- Barr Living -Garðabær
- Hús Handanna -Egilsstaðir
- @home -Akranesi
- FOK -Borgarnesi
- Húsgagnaval – Höfn í Hornarfirði
- Gránubúð -Sauðárkrókur
- Sjafnarblóm -Selfoss
Ótrúlega falleg, íslensk hönnun sem snertir hjartað ♥
Smella hér til þess að skoða Fabia Design á Facebook
Smella hér til þess að skoða heimasíðu Fabia Design
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, eftir vild! ♥