…eru um þessar mundir í Húsgagnahöllinni og því er Tax Free afsláttur í gangi. Mér fannst því kjörið að týna saman nokkra sem mér þóttu fallegir, en mér finnst alltaf sérlega mikið úrval af spennandi sófum í höllinni.
Auk þess er Húsgagnahöllin með mjög góða heimasíðu og það er nú einmitt það sem við eigum að vera að nýta okkur þessa dagana.
Húsgagnahöllin er með auglýsingu hér á síðunni, en þessi póstur er unninn að mínu frumkvæði og var það bara ég sem ákvað hvaða sófar koma hér á eftir!
Hér er hægt að smella til þess að skoða Sófabæklinginn – smella!
Eins eru öll nöfn á sófunum fleitletruð og það er hægt að smella á þau til þess að skoða nánar á síðu Húsgagnahallarinnar…
…brúnir leðursófar eru sérstaklega fallegir, fara vel með gráum veggjum t.d. og svo gefa þeir bara svo mikla hlýju inn í rými. Þessi hér heitir Pinto og er gordjöss…
…Sicilia kemur í nokkrum stærðum og litum, þessi djúpgræni er jömmí…
Hér er útgáfa sem minnir á Chesterfield sófana, en meira svona “ferköntuð” – en Boyd-sófinn þykir mér svo fallegur…
…og fyrir þá sem vilja eitthvað aðeins öðruvísi, þá fæst hann líka í svona burgundy – Boyd sófi og hægindastóll…
Andros sófarnir eru ofsalega fallegir, og hér eru það bæði svartur og blár sem eru að heilla. Viðarlappirnar eru líka sérlega skemmtileg viðbót…
…Emerson tungusófinn, kemur í tveimur gráum tónum, og er sérlega stílhreinn og fallegur. Þetta er svona sófi sem er fallegt að setja púða í og hann nýtur sín bara enn betur…
…þessi hér – dásemd. Svo mjúkar línur og bara geggjað, kemur í nokkrum litum og heitir Venice, hægindastóll til í stíl…
…mæli líka með að skoða hægindastólana, svo margir flottir – smella…
…þessi hér er nú ekki einhver sem ég hefði vanalega horft á, en systir mín fékk sér þennan nýlega og hann kemur svo fallega út í vintage gulu. Hún er með dökk gólf, Draumgráan lit frá Slippfélaginu á veggjum og svo ljósan við með, og þessi er alveg pörfekt þar. Hann heitir Rimini og fæst líka í brúngráu, og þeir koma í 2,5 og 3ja sæta…
…með sófanum fékk síðan systirin sér skammelið í koparlit, geggjað flott og svo sniðugt fyrir teppin og allt þetta dót sem fylgir okkur. Skammelin heita Retina og koma í 5 litum: kopar, dusty rose, dökkblár, gulum og dökkgráum…
…Charlietown er svo mitt uppáhalds, til í tveimur litum og einnig hægindastóll í stíl – love it!
Njótið dagsins! ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.