…þegar ég gerði íbúðirnar í vor þá tók ég svo margar myndir sem ég var ekki búin að deila með ykkur. Það er bara ágætt að gera það núna!
Hér er póstur með frekar myndum úr íbúðinni – smella!
Hér er póstur um hvað er hvaðan – smella!
Hér er heilmálað í Kózýgráum úr litakortinu mínu frá Slippfélaginu…
…rýmið sýnir lausn sem er hægt að nýta í svo mörgum sjónvarpsholum, en það er að draga sófann frá veggnum og koma þannig fyrir hillu fyrir innan.
Gefur manni svo mikið aukapláss til geymslu og til skreytinga…
…einfaldur Besta skenkur undir sjónvarpinu og þessar snilldar hillur eru alltaf góð hugmynd þegar það þarf að fylla út í veggi…
…sérstaklega gaman að beina kösturunum svona á þær, og þá gera skuggarnir alveg nýja vídd í þær…
- Angelina Sófi – Rúmfatalagerinn
- Motta – Rúmfatalagerinn
- Virum Hillur – Rúmfatalagerinn
- Sjónvarpsskenkur – Ikea
- Sófaborð – Ilva
- Gard Vegghillur – Rúmfatalagerinn
…vona að þetta svari flestum spurningum, nú og ef ekki – þá bara setið þið þær í komment hérna undir! Njótið dagsins ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.
Sæl
Er mottan úr Rúmfatalagernum ??