Forstofa/gangur – íbúð 202…

…þegar ég gerði íbúðirnar í vor þá tók ég svo margar myndir sem ég var ekki búin að deila með ykkur. Það er bara ágætt að gera það núna!

Hér er póstur með frekar myndum úr íbúðinni – smella!
Hér er póstur um hvað er hvaðan – smella!

Hér er heilmálað í Kózýgráum úr litakortinu mínu frá Slippfélaginu

…forstofan/gangur er í raun sama rýmið og því þurfti að finna til eitthvað á þennan fremur langa vegg sem myndi henta.

Úr varð að setja bæði skenk og bekk..

…upprunalega átti skenkurinn að vera þar sem bekkurinn er, en mér fannst þetta koma betur út svona…

…en rýmið bíður líka alveg upp á að breyta þessu, ef maður vill…

…speglar eru alltaf góð lausn í rými, gefa birtu til baka af ljósum og meiri vídd..

…en þessir vasar voru alveg að heilla þegar ég fann þá. Þessi smá litur sem þeir gefa gerir svo mikið…

…snagarnir eru í raun tvær lengur úr Rúmfó settar saman…

…og töskuna fann ég á Nytjamarkaði og fannst hún koma svo skemmtilega út sem blómapottur…

….síðan er þetta að flútta fallega við alrýmið…

…vona að þetta svari flestum spurningum, nú og ef ekki – þá bara setið þið þær í komment hérna undir! Njótið dagsins ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.

Post navigation

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *