…þegar ég gerði íbúðirnar í vor þá tók ég svo margar myndir sem ég var ekki búin að deila með ykkur. Það er bara ágætt að gera það núna!
Hér er póstur með frekar myndum úr íbúðinni – smella!
Hér er póstur um hvað er hvaðan – smella!
Hér er heilmálað í Kózýgráum úr litakortinu mínu frá Slippfélaginu…
…þetta litla kózý borðstofuskot er í miklu uppáhaldi hjá mér…
…þetta er í raun súper einfalt rými…
…en það eru ljósin úr Byko – pöruð saman sem eru að gera svo mikið fyrir plássið…
…aftur sést líka hvað viðarlappirnar á stólunum eru að koma með mikinn hlýleika inn í rýmið, sér í lagi þar sem borðið er svart…
…talandi um viðinn – þá sést líka vel hér hvað viðarbrettin gera mikið í þessu annars hvíta og svarta eldhúsi…
…og viðarplattinn á eldhúsborðinu gefur því boozt af hlýleika…
…og annað sem setur sterkan svip á eru vegghillurnar frá Rúmfó…
…alls ekki dýr lausn sem gefur manni möguleika til þess að setja alls konar uppraðanir – og breyta til…
…þessi litla borðhilla er líka frá Rúmfó og önnur lausn sem gæti verið snilld fyrir kryddin eða kryddjurtir…
…en geymir hér bara bolla og skálar – pörfekt við kaffivélina…
…svo þarf alls ekkert að fylla hillurnar, bara skreyta þær með bara nokkrum vel völdum hlutum…
- Ringsted Borð – Rúmfatalagerinn
- Blokhus Stólar – Rúmfatalagerinn
- Allinge Vegghilla – Rúmfatalagerinn
- Palne Vegghilla – Rúmfatalagerinn
- Ragnar borðhilla – Rúmfatalagerinn
- Trébretti – Rúmfatalagerinn
- Ljós – Byko
…vona að þetta svari flestum spurningum, nú og ef ekki – þá bara setið þið þær í komment hérna undir! Njótið dagsins ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.
Þetta er ótrúlega fallegt eldhús. Hvað heita þessi ljós í BYKO? Eru þau eins og Karlson í Rúmfatalagernum?
Já þau eru nánast alveg eins 🙂