…um daginn duttu þættirnir Get Organized with The Home Edit inn á Netflix. The Home Edit-dömurnar njóta mikilla vinsælda á Instagram, þið getið smellt hér til þess að skoða nánar, og þær eru sérlega amerískar.
Það sem ég meina með því, er það að maður á að horfa á svona og fá innblástur – en helst ekki að miða sig við þær. Þetta er aðeins ýktara en þörf krefur, þið vitið – aðeins amerískara en maður þarf að hafa það 🙂
…en eins og áður sagði, þá er innblástur alltaf af hinu góða. Ég lagði því að stað full af góðum ásetningi til þess að finna eitthvað til þess að endurskipuleggja ísskápinn okkar. En hann er að mínu mati að verða of lítill fyrir þarfir fjölskyldunnar, núna þegar krakkarnir eru orðir stærri, en við ætlum að reyna að nota hann áfram en til þess þarf betra skipulag.
Ég hef áður endurskipulagt skápinn, og það hélst alveg ágætlega en það þurfti að betrumbæta. Smellið hér til þess að skoða fyrri póstinn…
Ég fór í Byko um daginn og þar fann ég ágætis úrval af alls konar boxum, þó var greinilegt að það var margt sem var uppselt og þetta er greinilega vinsæl vara núna. Eins veit ég að flest seldist upp á nokkrum dögum, en þetta er víst allt væntanlegt aftur…
…vippum okkur inn í eldhúsið, sem er vanalega svoldið svona…
…öllu verra var ástandið þegar litið var inn í ísskápinn – algjörlega óritskoðað. En svona er þetta víst oft, sérstaklega ber hillan með eggjunum vott um hvernig er gengið um af yngri kynslóðinni – sem er ekki alltaf að nenna að raða eins og “mamman segir”…
…þetta eru nýju boxin sem ég valdi, og fannst þjóna okkar þörfum best – en munum alltaf að það eru mismunandi þarfir fyrir hverja og eina fjölskyldu og það sem hentar fyrir mig þarf ekkert endilega að vera það eina rétt fyrir þig og þína…
…þetta hér fannst mér algjör snilld, því að hér gat ég verið með ostana ofan í boxinu og þar sem lokið kemur ofan á – þá fékk ég extra pláss sem er frábært fyrir smjörið og annað slíkt…
…þunnu skúffurnar/boxin sá ég fyrir mér fyrir álegg og annað slíkt, en þessi mjóu væru snilld fyrir sósur og t.d. eggin…
…og það var bara að ganga vel upp…
…sérstaklega þetta með ostakassann góða, sem er núna komin með efri hæð og mun betra skipulag…
…drykkirnir eiga ekki að vera þarna í neðstu hillunni ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!að staðaldri, en þá losnar líka auka pláss. Skúffuboxin eru líka að ganga vel upp…
…ég notaði gamla góða merkitækið okkar til þess að merkja síðan allt saman…
…og mér finnst það alltaf virka vel að setja merkingar á skúffur og box, auðveldar öllum að ganga frá – og ég sá að svona merkivél fæst einmitt í Byko – og svo auðvitað á fleiri stöðum…
…en mér fannst líka mjög gott að fá glær box í stað þessara hvítu, sérstaklega í efri hillurnar þar sem það sést betur hvað er í boxinu…
…nú er bara að sjá hversu lengi þetta helst – góðir siðir og allt það!
Vona að þið eigið yndislegan dag!
ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!
Þađ voru til spes eggjabox međ loki ì Byko um daginn sè ennþá eftir ađ hafa ekki keypt….
😔 þau koma vonandi aftur.
Þau voru ekki til þegar ég fór – þarf greinilega að kíkja aftur 🙂
Alltaf svo gaman að lesa og skoða hjá þér. Gefur lífinu lit.