…langaði að deila með ykkur nokkrum myndum af skrifstofurými sem ég gerði um daginn. Allar vörurnar eru frá Rúmfatalagerinum og þetta var sett upp með það fyrir huga að gera rýmið sem heimilislegast og þannig að starfsfólki líði sem best.
Þessi póstur er ekki kostaður, en sýnir vinnu sem ég er að gera fyrir Rúmfatalagerinn (uppstillingar) og hef gaman að deila með ykkur.
…lítil setustofu, þar sem fólk getur setið og skotið á milli sín hugmyndum, eða rætt nýjasta þáttinn…
…það gerir svo mikið að setja upp gardínurnar, gerir svo mikið fyrir huggulegheitin…
…ég hef alltaf gaman af því að para saman borð, tröppugangurinn virkar alltaf vel…
…auk þess gera skemlar bæði þægilegri setuaðstöðu, þar sem er hægt að skella fótunum upp á – og líka auka sæti ef þarf…
…uppstilling og aftur tröppugangurinn, stór minni, minnstur…
…eitt fundarherbergið var málað í litinum Ró, sem er í kortinu mínu…
…hann er svo dásamlega þægilegur…
…og það næsta var málað í litinum Værð…
…annar litur sem er í miklu uppáhaldi…
…svo er það bara að gera smá kózý. Hér eru gerviblóm og kerti á borðinu, og bakkinn – hann er alveg möst. Annars myndu skrautmunirnir virka svo smáir og lost á borðinu…
…einföld aðstaða á skenkinum fyrir framan fyrir kaffivél…
…og alltaf sniðugt að vera með snaga til þess að geta hengt af sér…
…liturinn Vænn var notaður í móttökunni, þið getið skoðað hann nánar með því að smella hér…
…og þar eru líka fleiri myndir af “græna rýminu”…
…auðvitað þarf að koma endurvinnslunni fyrir, og þá skapast oft tómleg rými fyrir ofan…
…alveg magnað hvað það þarf oft lítið til þess að fylla upp í rými…
…vona að þið eigið yndislega helgi ♥
ps. það þarf enginn að vera hræddur við að smellá á Like-arann, og svo er alltaf frjálst að deila póstunum ef ykkur langar!
1 comment for “Heimilislegt skrifstofurými…”