Smá snúningur og DIY…

…það er þetta með börnin, sem vaxa og stækka, og breytast og þroskast, og þar af leiðandi eru stöðugt með breyttar þarfir og langanir. Því varð úr að sonurinn, 10 ára, var komin með nýjar óskir um herbergið sitt og var farið í að reyna að breyta því að eins miklu leyti og mögulegt er.

Herbergið er frekar smátt, og því ekki auðvelt að snúa mikið – en við reynum! Hann er kominn með stærra skrifborð, tölvuborð með led-ljósum sem gleðja hans hjarta (þó móðirinn hefði valið sér annað 🙂 ), Gamer-skrifborðstól og annað slíkt…

…en mér fannst gamla hillusamstæðan sem var inni hjá honum verða alltof yfirþyrmandi á veggnum, og við ákváðum að reyna að finna aðra lausn og losa hana bara út…

…mér datt þá í hug að kaupa bara lítið borð sem fékkst í Söstrene. Kostaði um 3500kr og því ekki mikil fjárfesting…

Mynd fengin af síðu Söstrene á Facebook.

…en ég var ekkert spennt fyrir að halda þessu með svörtu plötunum, það þýðir bara endalaust afþurrkelsi, og bara ómögulega spennt fyrir því.
Einföld lausn, beitum gamalreyndum brögðum og skellum bara viðarplötum ofan á…

…svo sem ekki flókið verk, fór í Bauhaus og valdi viðarhillu af þeirri stærð sem mér leist á. Gamla góða antíkeikin bæsið frá Slippfélaginu fékk að fara yfir tvær umferðir og þá er þetta komið…

…og úrkoman var bara súper!

…á vegginn yfir rúminu settum við síðan hringhillu frá Rúmfó. Því ég vildi endilega fá svona mjúkar línur þarna inn líka. Auk þess að ungir menn sanka að sér alls konar smálegu sem virðist vera gott að geta stillt upp..

…og mér finnst hún koma svo vel út þarna fyrir ofan…

…mjög svo einfalt en flott…

Allinge vegghilla – Rúmfó

…fyrir ofan hilluborðið sem við útbjuggu voru settar hillur í stíl. Þetta eru líka bara hilluefni úr Bauhaus, sem var bæsað, og hilluberar sem voru keyptir á sama stað…

…eins og þarna sést – þá er þetta geymsla fyrir sjónvarpið, tölvu, bækur og ýmislegt annað smálegt…

…og það er einmitt allt þetta smálega sem er ástæðan fyrir körfunum sem þarna eru. Efniskörfurnar geymla alls konar teninga, spil, bolta og þið vitið. Bara alls konar!

…við gáfum honum leikjaborðið í jólagjöf, og það er með eins og áður sagði ledljósum sem er hægt að tengja við tölvuna. Allt hlutir sem virðast vera nauðsynlegir fyrir 10 ára 🙂

* Liturinn á veggjunum í herberginu er Gauragrár og dekkri línurnar eru í Kózýgráum, báðir úr litakortinu mínu frá Slippfélaginu.
* Rúmið er frá Ikea.
* Rúmteppið er gamalt frá Köben.
* Kortið var keypt í Hagkaup í Garðabæ fyrir nokkrum árum.
* Mottan er frá Rúmfó.

…ég á eftir að sýna eitthvað meira þarna við tækifæri. En látum þetta duga í bili! Njótið dagsins ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau ♥

4 comments for “Smá snúningur og DIY…

  1. Valdi
    27.09.2020 at 12:44

    Ágæt síða hjá þér.
    DIY, er ekki hægt að finna íslenskt heiti?
    Skelfilegt orðskrípi sem má ekki festast í íslenskri tungu.

    • Soffia - Skreytum Hús...
      27.09.2020 at 20:45

      GÞS er bara ekki að virka eins, þannig að DIY er svo sem ágætis skammstöfun! 🙂

      DIY – Do It Yourself
      GÞS – Gerðu það sjálf/ur

  2. Margrét Káradóttir
    11.11.2020 at 13:17

    Hæhæ, ég sá um daginn umfjöllun hjá þér um svo skemmtileg ljós eða lampa sem varpa myndum um allt herbergið… en nú bara finn ég þetta hvergi. Langar svo í svona fyrir “litlu” unglingana mína 🙂

    • Soffia - Skreytum Hús...
      13.11.2020 at 01:13

      Sæl, lampinn er frá Snilldar.is en fæst líka ódýrari á Ali – ef þú nennir að bíða 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *