…þegar að ungar dömur eru með helling af hári, þá þarf að reyna að finna og ákveða greiðslu. Mín hafði ansi sterka skoðun á þessu og vildi hafa einhverja fléttu og krullur – fyrst er það prufugreiðslan…
….ég var reyndar mjög sátt og ánægð með þessa greiðslu, fannst hún vera bara tímalaus og falleg. En við fórum til hennar Dúnu á Línu Lokkafínu í Hafnarfirði, mælum alveg 100% með henni…
…svo fallegt…
…við bættum síðan bara litlum vaxblómum í fléttuna þegar að heim var komið…
…afskaplega einfalt og fallegt…
…en við urðum varar við að það hélst illa, það yrði að festa þau sérstaklega fyrir heilan dag…
…þannig að þegar að greiðslan var endurgerð á fermingardaginn…
…þá útbjó ég svona hárblómaspöng fyrir hana…
…og mér fannst það koma alveg sérstaklega fallega út…
….þetta er líka fyrirtaks skraut á myndum 🙂
…í þetta notaði ég:
- Klippur
- Hárspöng
- Skrautvír
- Blóm að eigin vali (hér voru notuð vaxblóm og sedum)
…greinarnar/blómin eru síðan klippt í þá lengd sem þú kýst, hér var ég að miða við ca 3 cm…
…kosturinn við að velja gylltan skrautvír í stíl við spöngina er sá að það er allt í góðu þó að það sjáist í vír, þetta verður bara hluti af skrautinu.
Fyrst gætir maður þess að festa vírinn með því að snúa honum nokkrum sinnum utan um spöngina…
Svo er bara að útbúa lítil knippi, leggja þau að spönginni og vefja með vír…
…síðan leggst ofan á næsta knippi og svo koll af kolli…
…og þá er lokaútkoman ca svona…
….vona að þetta verði einhverjum til gagns og gamans ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!