Fermingarboð…

…loks kom að því að elsku dóttir okkar var fermd. Eftir langa bið en upprunalegi fermingardagurinn átti að vera í lok mars…

Fermingardagurinn var því 30.ágúst, en engin varð veislan sökum aðstæðna í þjóðfélaginu en við vorum með opið hús fyrir okkar nánasta fólk. Sem sé ekki fermingarveisla, heldur svona fermingarboð. Ef þið skiljið mig 🙂

…litapallettan réðist í raun svolítið af blómunum, en ég keypti bleikar og hvítar rósir í búntum, og var svo líka með dásamlegar hortensíur í fölbleiku með…

…servétturnar voru hvítar sem stóð á Ferming (fást t.d. í Dúka) og þessar marglitu sem ég fékk í H&M Home og smellpössuðu við blómin. Auk þess fékk ég mér tvo efnisrenninga og löbera í Rúmfó, og valdi svo það sem mér þótti passa best við og skilaði bara rest. Það er oft ágætisleið þegar maður á erfitt með að velja sér í hvelli…

…ég ákvað að gera aftur blómastaf (sjá hér – smella) – því ég átti allt í hann, og mér finnst þetta vera eitthvað svo fallegt og hátíðlegt…

…álstafinum er snúið við og blautur oasis skorinn til innan í, og svo er bara að fylla inn í eftir smekk…

…þetta þarf ekkert að vera fullkomið eða akkurat – þetta er meira unnið svona eftir auganu…

…það er síðan gott að láta stafinn standa á viskustykki eða skurðarbretti, þar sem það getur lekið vatn úr honum í nokkurn tíma eftir að hann er reistur upp…

…svo má alltaf bæta við eða taka frá ef þarf eftir að hann er tilbúinn…

…lokaútkoman…

…ég setti síðan bara glæran vasa ofan í blómapott í stofunni, og setti rósir þar líka – en mér finnst bara fátt fallegra en að skreyta bara með ferskum blómum við svona tilefni…

…eins og alltaf þá treysti ég 100% á hana Auði vinkonu mína hjá 17 sortum til þess að redda konunni sem nennir ekki að baka, og hún bregst bara aldrei. Stórkostlega fallegar og bragðgóðar kökur…

…fæ kökuna í kassa á svona pappaspjaldi, og ég passa bara að eiga eitthvað fallegt til þess að setja í kring – til þess að fela spjaldið. Einfalt og fallegt…

…kökutoppurinn kemur frá Puha Design, smella hér, og er skammstöfunin fyrir dótturina, VA. Mér finnst þetta vera svo fallegt og hátíðlegt, og skellti svo bara einni rós og auka makarónu ofan á, svona til þess að klára verkið!

This image has an empty alt attribute; its file name is www.skreytumhus.is2020-08-30-12.54.392.jpg

…ég var með annan kökutopp frá Puha, sem ég setti ofan á V-ið…

…en hann var afar viðeigandi fyrir hestastelpuna mína…

…efnisstranginn frá Rúmfó, þessi bleiki sem varð fyrir valinu, fór svo á matarborðið og líka á eyjuna. Það er einmitt kosturinn við að velja svona efni, en ekki eiginlega dúka, að það er hægt að klippa þetta til og láta það duga á fleiri staði…

…ég notaði svo bara brauðbretti til upphækkunar, gervilengju frá Confettisisters.is á borðið, og svo fallegu glösin frá Bast.is, bæði fyrir blóm og kertaljós…

…svo bara eitthvað smálegt sem ég týndi til hérna heima og fannst koma fallega út með…

…sama efnið yfir eyjunni…

This image has an empty alt attribute; its file name is www.skreytumhus.is2020-08-30-13.19.082.jpg

…og fallega kertið frá Vast.is var notað til skreytinga, þrátt fyrir að dagsetningin væri víst ekki alveg sú rétta…

This image has an empty alt attribute; its file name is www.skreytumhus.is2020-08-30-13.13.012.jpg

…grey Molinn skilur ekkert í öllu þessum umstangi…

…þannig að svona leit tilbúið borðið út…

…kökudiskurinn er gamall 3ja hæða úr Rúmfó, en mér finnst alltaf gaman að kaupa mér 2 stk þegar ég finn fallega og skrúfa þá síðan saman eftir hentugleika. Hér gerði ég einn 4ra hæða…

…litskrúðugt og fallegt með makkarónum og kleinuhringjum úr Stórkaup, og einstaka rós stungið með til skreytinga…

…það er alltaf þannig að ef maturinn er settur upp fallega, þá er hann bara mesta skrautið á borðinu…

…stór skál fyllt með klaka, og í henni voru svo drykkir og rör við hliðina…

…alltaf vinsælt og fallegt til skreytinga líka…

…fánalengjan var keypt í USA í fyrra…

…mér finnst alltaf gaman að skreyta með ostabökkum og bera fram. Mæli 100% með að skera ofan af ananas og skreyta með því – gerir svo mikið…

…skelltum líka smá að maula í glös á borðinu…

…allir hamingjusamir að fá loks að halda fermingardaginn hennar hátíðlegan, svona eins og hægt var…

…frönsk súkkulaðikaka frá 17sortum, mikið hnossgæti…

…svo stolt af þessari yndislegu stelpu okkar ♥

…pabbi minn benti mér á eftir að hún var skírð að nafnið hennar væri svo falleg, Val Dísanna, eða sú sem Dísirnar völdu – ég held að það sé mikið rétt ♥

…stofan tilbúin fyrir gesti…

…dásemdar kakan sem bíður þess að vera borðuð…

…og allt reddí!
Upptalning á veitingum:

  • Súkkulaðikaka frá 17sortum
  • Frönsk súkkulaðikaka frá 17sortum
  • Kókóstoppar – Stórkaup
  • Ostabakki
  • Kleinuhringir – Stórkaup
  • Makkarónur – Stórkaup
  • Brauð og pestó
  • Hráskinka

…mér finnst alltaf sniðugt að blanda saman servéttum, bæði er það fallegt og auk þess er það oft ódýrari kostur, eins og hér…

…litla styttan hjá kertinu er gömul frá móðursystur minni og nöfnu, en mér þótti vænt um að hafa þessa tengingu við hana þarna á borðinu okkar…

…alltaf klassísk og svo fallegt á borði…

…svo er bara að skella sér í að skera kökuna, gestirnir eru komnir…

…vona að þið hafið haft gaman af þessu, og kannski fengið einhverja hugmynd sem þið getið nýtt ykkur í framtíðinni!
Vona að þið eigið dásemdar helgi framundan! ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

1 comment for “Fermingarboð…

  1. Margrét
    05.09.2020 at 09:04

    Eins og alltaf þá er þetta stórglæsilegt hjá þér elsku Soffía🧡 það er svo gaman fá að njóta yndislegu póstanna þinna🤗

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *