…eins og ég sagði ykkur í póstinum í gær þá voru að koma svo flottar haustvörur í Rúmfó, og það voru líka svo fallegar inspó-myndir sem mig langaði að deila með ykkur. Þannig að ég bjó til myndir, þar sem ég blanda saman inspó-myndunum, og síðan bara myndum af hlutunum sjálfum. Þannig að þessi póstur verður fullur af beinum hlekkjum!
Hér er “uppskrift” að yndislegu barnaherbergi, vá hvað ég fíla þetta vel saman. Mjúkt teppið á gólfið til þess að leika sér á, körfur til þess að týna saman ljósin, bastið gefur extra hlýju inn og svo auðvitað smá sería til þess að koma með ævintýrafílinginn:

Allt sem þarf fyrir þá sem elska mjúka bleika tóna og vilja meiri þannig fíling í herbergið, sérstaklega falleg í unglingaherbergið.
- Ljós: Arnold
- Veggspegill með hillu: Face me
- Velúrskemill: Split
- Velúrstóll bleikur: Kastrup
- Gervihengiblóm: Svenn
- Blómapottur: Abbas
- Röndótt sængurver: Simone

Annað barnaherbergi, en ég elska að gera barnaherbergi:
- Ljós: Sigvard
- Gervihengiblóm: Svenn
- Veggskraut: Stellan
- Spegill: Gull
- Rúmteppi: Valmue
- Púði: Storlokke
- Hliðar/bakkaborð: Randerup
- Kommóða: Bakken
- Bastkarfa: Asger
- Þykkblöðungar í potti: Lucas
- Sængurver: Rosa
- Motta: Sandeltre
- Bastkollur: Jungholm

Hér er hægt að poppa aðeins upp borðkrókinn, hilla á vegg með fallegum skálum, nýtt ljós yfir borðið og jafnvel fallegt ljós á hilluna. Blái liturinn fær að njóta sín:

Svo að lokum, færum smá hauststemmara inn í svefnherbergið. Geggjuð mynstruð sængurver og bæta við með einlitum púðum í kózý efnum. Hengiblóm, strá og auðvitað bastmottur til þess að stinga tánum í að morgni.
- Fjaðrastrá: Kristoffer
- Púðar: Lilje
- Gervihengiblóm: Svenn
- Sængurver: Eva
- Motta: Sandeltre
- Þykkblöðungar í potti: Lucas
- Teppi: Ene
- Grænn vasi: Felix

Vona að þið hafið haft gaman af svona samtýningi og ég verð líka að benda sérstaklega á þetta hérna borð: Pedersker!
Geggjað flott

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum.