…ég fór í vikunni í Rúmfó á Smáratorgi og kíkti á hann Ívar minn, og lagaði gerði auðvitað smá uppstillingu með fallegu haustvörunum sem eru að detta í hús núna. Ohhh þetta er svo skemmtilegur tími, gaman að bæta inn teppum og púðum, vösum og stráum, kertin og allt þetta sem gerir svo kózý og huggulegt! Eigum við að kíkja smá?
…þessar vegghillur finnst mér svo flottar, og þær væru líka bara snilld standandi á borði, t.d. á baðherbergi, fyrir krem og slíkt…
…fallegt veggskraut – svona til þess að fá smá bling inn í rýmin…
…þessir hérna eru geggjaðir, svo fallegir inn í haustið…
..dásemd og borðið er líka spennandi…
…og bastið er alltaf svo fallegt, og sérstaklega á haustin…
…ég sýndi ykkur þessa um daginn – smella – en þessi gerviblóm eru ofsalega falleg…
…fallegar svona tvær saman…
…og litlu gerviþykkblöðungarnir eru alltaf töff, og núna komnir í fallega nýja potta…
…uppáhalds í eldhúsið, nú eða í baðherbergið….
…þessir eru geggjaðir fyrir tímaritin, fyrir bækurnar í krakkaherbergjunum nú eða bara til þess að festa á vegg og gera hillur…
…geggjaðir geymslukassar, svo fallegir haustlitir…
…og meira í sömu tónum, teppi og körfur – þetta væri t.d. svo fallegt í barnaherbergin…
…þetta teppi er nýtt og mér finnst það æðislegt – það er svona natur/hör fílingur í því, geggjað með t.d. hörgardínum og kózýheitum…
…og þessir púðar og körfur yrði pörfekt með…
…og fyrir þá sem vilja meiri lit í lífið, þá kemur þessi sterkur inn…
…ég er svo veik fyrir svona körfum…
…alveg pörfektó…
…skúlptur/stytta – ekta í hilluna…
…og þessir vasar eru sjúllaðir – Mathias…
…svo fallegir með stráum og haustlitum í…
…annar töff vasi, svo retró – Felix vasi…
….þessi strá eru líka alveg bjútífúl…
…og ég er svo veik alltaf fyrir Bamba og Disney og þetta finnst mér ótrúlega fallegt sængurver fyrir minntu krílin…
…haustlitirnir allsráðandi, fullt af fallegum púðum og fínerí…
…hlýlegi græni tónnin er alveg dásemd…
…svo er ég með smá spennandi að sýna ykkur, vonandi strax á morgun – en þangað til, njótið helgarinnar ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum.