…stundum þá langar manni að breyta – og það gerir oft alveg heilmikið að hugsa rými upp á nýtt. Það er nefnilega svo oft sem maður festist í einhverju sem hefur verið notað í langan tíma og er óbreytt, og þrátt fyrir að það sé ekki að henta sem best í dag .
Ég er oft með stóra drauma, þannig að þegar ég byrjaði að endurhugsa þvottahúsið okkar, þá fór ég alveg hingað! En svo dró ég reyndar aðeins saman seglin 🙂
…hér getið þið skoðað póst um hvernig þvottahúsið var: smella!
En ég var orðin ákveðin í að mála í öðrum lit, og svo fannst mér bara mjög tímabært að aðlaga þetta betur – og, það sem er svo mikilvægt stundum, ég er barasta skreytistkjóða og langaði að krútta þetta upp!
…í framtíðinni ætla ég að gera breytingar á vegginum á móti, en það var ekki í þessari lotu.
Eins á eftir að mála alla veggi – það var ekki í þessari lotu 🙂
Eruð þið farin að sjá ákveðið þema?
…fyrsta vers er alltaf að laga það sem þarf að laga á veggnum.
Draga í gömul naglaför og slíkt…
…og svo er skorið, og í þetta sinn var blettað sérstaklega þar sem þurfti að gera smá við vegginn…
…elskulegur eiginmaðurinn að rúlla vegginn í einum af mínum allra uppáhalds – Kózýgráum…
…glansandi fín málningin að þorna! Athugið líka að þegar það er verið að mála í rýmum eins og þvottahúsi þá er gott að hafa hærra gljástig til þess að auðveldara sé að þrífa…
…hjá okkur er skápur undir vaski, svo kemur opið skúffu-unit þar sem við erum með flokkun á þvottinum og svo var þessi skápur, þar sem ég var með sængurver og annað slíkt. Við ákváðum að taka hann í burtu núna, og koma þurrkaranum niður á gólfið – því að ég þráði sko að létta andrúmsloftið þarna inni…
..hér sést veggurinn, þegar búið er að mála…
…elska þessa tilfinningu sem kemur með nýmáluðu rými, það verður allt svo hreint. Eins og þið sjáið hér þá sést borðplatan og veggurinn…
…en við ákváðum að setja hvítan lista, mest bara til skrauts, og þvílíkur munur sem verður…
…þið sjáið þarna á veggnum tvö rör sem koma út, og verða ekki tekin (allir saman nú, í þessari lotu). En planið var upprunalega að skella skáp þarna á vegginn fyrir ofan. Þið vitið svona grunnum efriskáp…
…það er svo gott að nota málningarteip til þess að gera sér grein fyrir stærðum á veggnum, og við sáum að þessi skápur væri að ná alltof langt yfir vaskinn…
…og þegar ég gerði afskaplega létta Photoshop á þessu, þá var sú niðurstaða staðfest. Enginn skápur að svo komnu…
…þannig að lítið breytist í kringum hitagrindina, þið getið skoðað póstinn hér (smella)…
…en það gekk ekki að hafa blessaðann vegginn auðann. Ég var með hillubera úr Ikea sem voru festir á vegginn…
…og stöngin sem var á veggnum áður, fékk framhaldslíf, en núna var hún fest á milli hilluberanna, og er því eins og hluti af þeim…
…að vanda, gamla góða viðarbæsið fékk að þjóna enn á ný…
…og úr varð hilla á vegg, sem gat geymt eitt og annað – og jú því er ekki hægt að neita, að mestu leyti bara pjatt…
…krukkur fyrir nytjapjatt (nýyrði?) – svampar og klemmur…
…ef þið munið eftir rörunum út úr veggnum, þá barasta skellti ég krans beint á rörin, og hann nær að fela þau svona líka prýðisvel…
…falleg birta gerir alltaf gæfumuninn…
…stóra karfan geymir eitt og annað, og oftast nær liggja nú hjólahjálmar krakkana þarna ofan á…
…og jú, við verðum víst að koma fyrir Molamat og slíku fyrir, og ég fann þessi box í Nettó seinasta vetur mér til mikillar gleði…
…Molinn var líka alveg sáttur sko…
…þessi hundur 🙂
…eftir að fyrsta hillan var komin upp, þá var að setja upp næstu hillu. En eins og sést hér, þá er opið upp á háaloft þarna, og því nauðsynlegt að taka mið af því þegar næsta hilla yrði fest upp…
…upp með hilluberana…
…og fyllt af punti og prjáli, og samt hægt að opna upp á háaloft – húrra…
…svo þarf auðvitað upphengi fyrir úlpur og annað slíkt…
…og ég keypti þetta í Ikea og málaði það bara svart…
…en mér leiddist að hafa þetta svona tómt…
…þá er bara að rífa fram gamalt skrautlímband sem ég á…
…og einföld lausn komin. Það væri eins hægt að klippa blaðsíður eða bara nota skrautpappír…
…gefur þessu smá karakter, ekki satt?
…vélar komnar niður, punt á veggi – ykkar kona er sátt!
Svo þarf ég að taka betri myndir í betri birtu 🙂
…keypti mér líka þessa prýðisgrind í Ikea fyrir hreinsiefni og annað slíkt – eðal bara…
Vona að þið hafið haft gaman að þessari þvottahúslangloku – njótið helgarinnar ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥
Þetta er mjög flott hjá þér🤩👌
Góður penni….alltaf gaman og fróðlegt að fylgjast með þer!! ☺ Flottar lausnir.
P.S. hvaðan eru glæru krukkurnar m/lokinu… !!
Þær eru úr eldhúsdeildinni í Ikea!
Alltaf svo góðar reddingar hjá þér, virkilega krúttlegt. Hvaðan er karfan ?
Takk – karfan er frá Ikea!
Þetta er bara mjög flott redding svona á meðan 🙂
Hvar útbýrðu þetta Mood-board, mjög sniðugt að henda upp meðan maður er að hugsa sig um <3
Ég nota Picasa, safna saman myndunum og raða saman!
Ótrúlega smart hjá þér!
Flott þvottahus hja þer 🤗
Just my style.
Alltaf svo smart hjá þér!
Eru lamparnir og luktirnar gamlar eða veistu hvar er best að byrja að leita af þeim?
Takk
Vel gerðar breytingar og mikið til batnaðar.
Mjög sæt breyting!! Virkilega smart!!
Kv Jenny