Innblástur…

…ég hef mjög gaman af því að skoða alls konar húsbúnaðarfyrirtæki á Facebook og víðar og fá innblástur úr myndunum þeirra. Ég ákvað að týna saman nokkrar sem voru að heilla – þið eigið að geta farið beint á Facebook með því að smella á myndirnar…

Mynd af Facebook-síðu Potterybarn

…mér fannst fínt að hafa þessa hérna mynd með. Hér eru ljósir/hvítir veggir, ljós sófi og í raun lítið af litum.
En þetta er samt svo hlýlegt og kózý pláss:
Með því að setja mottu sem dregur saman svæðið.
Bastkörfur sem gefa hlýleika og náttúru element.
Svarti liturinn í römmunum, speglinum og borðinu.
Mismunandi áferð á púðum og teppið.

Mynd fengin á Facebook-síðu Crate and Barrel

…öðruvísi hugmynd, en hér er gróf bastmotta notuð sem veggskraut – þetta gæti t.d. verið flottur höfðagafl í unglingaherbergi…

Mynd fengin af Facebook-síðu CB2

…fallegar hillur með fallegum bókum – hér er uppröðunin geggjuð. Þessi litur á sófanum og gullið er síðan punkturinn fyrir i-ið…

Mynd fengin af Facebook-síðu CB2

…þessi dásamlega birta af þessum risagluggum, bekkurinn og ofvaxni blómavasinn – elsk…

Mynd af Facebook-síðu Crate and Barrel

…hér er uppröðunin á borðið upp á 10. Einfalt og fallegt!
Það eru í raun 3 grúbbur á borðinu, skrautið – vasinn – skálin er ein, þrír hlutir. Myndirnar tvær saman eru önnu grúbba, hæðarmunur á þeim, svo er það bækurnar sem eru þriðja…

Mynd af Facebook-síðu Crate and Barrel

…ég væri vel til í að þetta væri mitt svefnherbergi. Held barasta að það væri ansi notalegt! Aftur bara hvítir veggir en samt svo hlýlegt, þar eru viðargaflinn – mottan og plantan að eiga stærstan hlut að máli. Er líka skrambi skotin í þessu rúmteppi og bastkörfunni – sjáum við ekki eitthvað þema hér?

Mynd fengin af Facebook-síðu CB2

…þessi mynd sýnir manni það nú bara – að ef þú vilt eitthvað til þess að fylla upp í rými – þá setur þú upp veggfóður!

Mynd fengin af Facebook-síðu CB2

…svo geggjaður myndaveggur – og bekkur – húrra!
Getum ekki beðið um meir 🙂

Mynd fengin af Facebook-síðu Pottery Barn

3 comments for “Innblástur…

  1. Heiða
    14.08.2020 at 10:57

    Takk fyrir allan innblásturinn elsku þú. Allt ferlega flott! Svefnherbergið og gulbrúni sófinn! Hefur þú kannski séð hægindastól einhversstaðar hér heima í sama lit/útliti?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.08.2020 at 01:50

      Takk fyrir 🙂

      Hef ekki séð svona eins en Tekk eða Húsgagnahöllin kemur til greina, jafnvel Ilva!

      • Anonymous
        19.08.2020 at 14:37

        Takk, kíki á þær 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *