…stundum er ekkert annað í boði en að skella sér í rauðu skónna og arka beint í Góða Hirðinn og kanna hvað er í boði…
…þessi vagga hérna finnst mér vera draumur! Sérstaklega sem rúm til þess að hafa t.d. bara inni í stofu eða bara hvar sem er – þetta er mubla sem er til prýði…
…fallegt að mála/lakka/spreyja hana hvíta eða í einhverjum fallegum lit!
…gamlar saumavélar eru svo fallegar til uppstillinga – rétt eins og gömlu saumavélaborðin – þau geta verið geggjuð borð á ganginn…
…þessir hérna lampar eru ferlega flottir, t.d. bara án þess að vera með skerm og bara með fallegum skrautperum – nú eða spreyja í flottum lit…
…eins og t.d. hér…
…aftur gömul saumavél og borðið sko!
…svona gömul saumavélaborð eru endalaust falleg, sérstaklega með járnfótunum…
…ég verð að játa að ég á erfitt með að kaupa mikið úr svona “efni” á nytjamörkuðum, ég vil get þrifið þetta og lagað til. En þessi motta fannst mér alveg ferlega falleg – fara með í smá djúphreinsun bara…
…sjáið bara hvað þetta gæti orðið flott!
…þessi skápur þótti mér algjört augnayndi – og eins fallegur og hann er þá held ég t.d. að hann yrði alveg sjúllaður t.d í svörtu – með þessar glerhurðar…
…það væri t.d. hægt að setja veggfóður í bakið á honum ef vill…
…diskarekkar eru líka bjútí – í eldhúsið og sérstaklega í sumarbústaðinn…
…þessir hérna eru æðislegir…
…útskurðurinn gerir þá extra bjútífúl…
…ég var ekki alveg eins viss um þessa…
…en það var reyndar helst Ástralíu-áklæðið sem var ekki að heilla 🙂
…svo sá ég þennan og ákvað að þetta væri bara allt pörfekt fyrir þá sem eru í þema-hugleiðingum 😉
…nú ef einhver ætlar að vera Jasmín á næstu Hrekkjavöku…
…þessi stóri er fullkominn á gólfið og helst fullur af grófum stráum – geggjað!
…þessi fannst mér líka falleg…
…nóg til af leirtaui…
…og ef einhver saknar þess að eiga ekki púðluhundakertastjaka – þá er nú hægt að bæta úr því!
…þessi Maríu stytta er svo falleg, og verður geggjuð t.d. kalkmáluð…
….gamlar könnur eru fullkomnar í skreytingar og fyrir blómvendi…
…þessi dama þótti mér fögur – ef ramminn væri svartur þá myndi hún njóta sín enn betur…
…elska að taka góða vinkonu með – því að hún finnur sér alltaf allar lífsins nauðsynjar þarna inni – eins og vera ber…
…þessi stóra Parísarmynd er líka æði – held að hún yrði geggjaður höfðagafl á unglingarúm.
Vona að þið eigið dásemdar helgi framundan! ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!