…tengdaforeldrar mínir eiga afmæli í júní og júlí, og við, ásamt systkinum eiginmannsins, ákváðum að gefa þeim upplifun í afmælisgjöf. Okkur þykir þetta yfirleitt vera skemmtilegri gjöf þegar fólk á orðið “allt” og það er líka gaman að gera eitthvað saman. Í fyrra fórum við öll út að borða og á tónleika, en í ár vildum við gera aðeins meira úr þessu og fórum með þau á Friðheima í hádegismat (það verður annar póstur) og svo var ákveðið að gista á Hótel Geysi og borða kvöldmat þar.
Ég tel best að taka það strax fram að þetta er ekki kostaður póstur og við greiddum fyrir okkar herbergi og mat, rétt eins og hver annar.
En ég varð hins vegar svo hrifin af hótelinu að mig langaði að deila þessu með ykkur hér!
Það er ekki hægt að segja annað en þetta er eitthvað það alfallegasta hótel sem ég hef komið inn á. Hvert einasta rými er þannig að manni langaði að fanga það á mynd, enda er greinilega hugsað út í hvert einasta smáatriði.
Auk þess að vera fallegt, þá er þetta líka svo hlýlegt og persónulegt.
Þessar hillur er t.d. hreinn unaður og mér sýnist á öllu að það ætti að vera hægt að smíða svona án þess að brjóta bankann.
Þessi fallegi hrafn er t.d. frá Heklu, en þetta íslensk hönnun.
En það er eins og ég sagði, sama hvert er horft – þetta er allt flott.
Rustic veggir og hillur leyfa síðan grænum blómum að njóta sín til fullnustu.
Geggjaðir trádrumbar sem geta verið hvort sem er, borð eða kollar.
Eins er gólfið alveg sérstaklega flott.
Það er meira segja stemming að labba eftir ganginum.
Svo eru það herbergin, við vorum í “venjulegu” herbergi og þessar myndir eru þaðan og það er þvílíkt glæsilegt og veglegt.
Rúmið var svo kózý á að líta.
Glæsileg baðherbergi líka.
En ég verð að hafa orð á því hvernig það var að sofa í þessu rúmi. Mig dreymir enn um það – sem segir ýmislegt. Ég hef aldrei sofið í jafn mjúku og þægilegu rúmi og mig langar mikið að prufa það aftur. Dýnurnar eru extra mjúkar, og okkur hjónum þótti þetta báðum geggjað – sama má segja um koddana og sængur – þetta var allt saman eins og draumur.
Smart aðstaða til þess að hengja upp fötin.
Ein ofursátt á leið í dinner.
Matsalurinn fallegi.
Hjónin sem áttu víst líka 15 ára brúðkaupsafmæli þennan dag ♥
Geggjaður hamborgarinn á matseðlinum – súper!
Eins var súkkulaðikakan í eftirrétt gúrmey!
Eftir matinn eru svo mörg kózý svæði sem hægt er að setjast niður í og spjalla saman.
Við bókuðum sumartilboðið og tókum gistingu og morgunverð og ég verð að mæla með þessu 100%. Glæsileg gisting í dásamlegu umhverfi og góður matur, það bara gerist ekki mikið betra. Við vorum það hrifin að okkur langar að nýta þetta tilboð aftur áður en það rennur út, sem segir ýmislegt um hversu vel okkur líkaði!
Getið smellt hér til þess að skoða heimasíðu hjá Hótel Geysi.
Smellið hér til þess að fylgja á Facebook!
Dásamleg upplifun á fallegum stað – það gerist ekki mikið betra en það ♥
P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!
1 comment for “Hótel Geysir…”