Félagsheimili – fyrir og eftir…

…verkefni taka mislangan tíma, það kemur bara heimsfaraldur og alls konar hlutir sem vilja spila inn í og gera manni lífið aðeins flóknara. Þannig er það nú að ég tók að mér verkefni að gera félagsheimilið hjá hestamannafélagi dótturinnar núna í byrjun árs, og það fór ekki betur en svo að ég náði að klára það í þessari viku. Eða sko “klára”, það á eftir að setja upp gardínur og hurðar og laga ljós, og og .. þið vitið – það er alltaf eitthvað eftir!

Þannig að þið lítið bara fram hjá því sem á eftir að klára, og horfið bara á það sem er tilbúið, hér koma nokkrar fyrir og eftir myndir – nokkrar myndir af því sem var gert. Síðan geri ég sérpósta með DIY-verkefnum og hvað er hvaðan…

Fyrir

Eftir…

Fyrir

Eftir…

Fyrir

Eftir…

Fyrir

Eftir…

…og hér koma fleiri myndir!

…hestaþemað fer ekkert á milli mála 🙂

..elska að nota spegla og fá þannig birtuna til þess að endurspeglast inni í þessu rými, næstum eins og auka gluggi…

…rustic þema alla leið – geggjaðar litla körfur, hægt að hafa blóm eða bara kerti…

…söfnuðum saman hringborðum gefins eða mjög ódýrum, fengum gefins alls konar stóla og þeir voru svo málaðir…

…eldhúsið, ég var eiginlega búin með allt budget og ætlaði að kaupa ljós yfir eyjuna. En að skella upp grein og setja ljósaseríu í, það var ódýr lausn sem verður látin duga í einhvern tíma. Mér þykir það ansi fallegt bara…

…gaman að vera með bláa litinn svona með…

…að setja hillu og snaga er ódýr lausn sem gefur rýminu mikinn karakter. Sniðugt t.d. þegar maður hefur ekki stór málverk eða slíkt til þess að nota…

…hér eru síðan bara smáhlutir og samansafn…

…redduðum rustic hillum inn á baðið…

…hillulausn í eldhúsinu líka. Þessi er í uppáhaldi hjá mér, finnst það koma svo skemmtilega út að blanda saman vintage hlutunum með módern grindarhillunni. Hér er líka nánast bara stillt upp með nytjahlutum og það kemur flott út…

…séð úr “setustofu” inn í eldhúsið…

…gamall rugguhestur fyrir yngstu knapana…

…loft og veggir málaðir í sama lit – gerði ótrúlega mikið fyrir rýmið. Kózýgrár úr litakortinu mínu frá Slippfélaginu var notaður. Hann er svo skemmtilega breytilegur á þessum myndum, virkar stundum alveg út í blár hér…

...þið getið smellt hér til þess að skoða póstinn um það hvernig dóttirin fékk hestin Ref!

…fleiri myndir væntanlegar og DIY-póstar!
Hvernig eruð þið að fíla þetta?

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

4 comments for “Félagsheimili – fyrir og eftir…

  1. Helga
    16.07.2020 at 10:15

    Mikið er gaman að þú skulir hafa sett þetta hér inn. Breytingarnar eru mjög vel heppnaðar þó vægt sé til orða tekið. Bara mjög flott.

  2. Sigríður thorhallsdottir
    18.07.2020 at 01:34

    Algjörlega frábært og líka gaman að lesa um Valdísi dóttur þína og hestinn hennar Ref 😉

  3. Ása
    12.08.2020 at 10:19

    Vel gert, orðið fallegt og kósí. má ég forvitnast hvaðan svōrtu viðarhillurnar eru (þessar með hilluberu um)

    • Soffia - Skreytum Hús...
      17.08.2020 at 01:49

      Þetta eru bara gamlar furuhillur sem ég málaði og hilluberarnir eru frá Bauhaus!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *