…ég er búin að vera að horfa á eucalyptus-tréð í Rúmfó núna í nokkurn tíma…
…það er nefnilega svo lítið að marka að sjá það svona kramið saman…
…en um leið og það er búið að laga til greinarnar og gera það eins og maður vill…
…þá finnst mér það alveg ferlega flott og mjög raunverulegt að sjá…
…potturinn er úr Rúmfó líka, en mér finnst hann svo flottur í laginu – en ég var alls ekki sannfærð um að þessi litur væri að virka inn hjá mér…
…einfalda lausnin var þá bara að kippa til spreybrúsa frá Slippfélaginu og redda málinu…
…ég er alveg svakalega ánægð með þetta svona, luvs…
Eucalyptus blóm – smella
Blómapottur – smella
….mér finnst líka gaman að blanda bara saman lifandi blómum og gerviblómum, eins og hér…
…mér finnst þessi pottur reyndar alveg svakalega flottur!
…vona að sunnudagurinn verði ykkur notalegur ♥
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥