…í gær skelltum við okkur upp á Akranes og kíktum á írska daga. Nú fyrst að ég var mætt á skagann þá varð ég auðvitað að kíkja i skúrinn hennar Kristbjargar – þrátt fyrir að hafa verið með innlit þar nýlega – smella – þá tók ég auðvitað nokkrar myndir. Þannig að hér koma nokkrar myndir af írskum dögum og svo innlit í antíkskúrinn á Heiðarbraut 33…
…veðrið var hreint dásamlegt og félagsskapurinn góður – þannig að þetta var alveg yndislegur dagur sem við fengum!
…allls ekki of mikið af fólki – þannig að við nutum þess að rölta bara um…
…svo yfir á Heiðarbrautina…
…elska gamlar töskur, til þess að stilla upp og góðar til þess að geyma alls konar…
….alltaf úrval af fallegum gömlum ljósum…
…og ég held að það sé besta verðið á Björn Wiinblad hjá henni Kristbjörgu – og mér finnst hún alltaf vera sanngjörn í verðlagningu…
…þessi fannst mér fallegur, lítill og ljúfur…
…Pínurnar eru klassík, en vá – sjáið bara könnurnar!
…Morsdag og Juleaften – klassíkerar…
…það er svo margt að skoða…
…þetta stóll þótti mér svo fallegt…
….fínlegt og fallegt…
…þetta var einstaklega fallegt – með fjólubláum blómum. Sé þetta svo fyrir mér með lúpínuvendi á borðinu…
…gordjöss…
…tvær fallegar Maríur…
…það þarf alltaf að gefa sér tíma til þess að rölta og skoða…
…dásamlegur þessi – B&G ísbjörn…
…þessi Björn Wiinblad vasi heillaði mig mikið…
…kringlóttur kristalsvasi – klassík…
…bollablæti í fullu swingi…
…bláa rósin…
…þessi með fullt af villtum sumarblómum – bjúúúúútífúl…
…tveir eru betri en einn, svo flott að para saman…
…íslenska fjallkonan…
…fleiri klassískar gersemar…
…allir út að spila…
…einstaklega fallegur…
…þetta eru lampar – svoooooo sætir…
…yndislegir fyrir krakkana, eða bara fyrir sumarblómin á pallinn…
…og geggjaðar prentara-/setjarahillur!
Smella hér til þess að fylgja Kristbjörgu og skúrnum á Facebook…
…hér er síðan dagskráin fyrir sunnudaginn á Akranesi:
12:00-16:00 Gamla Kaupfélagið
Brunch í matstofunni. Borðapantanir á veislur@vogv.is eða í síma 868-1298/431-4343.
12:00-16:00 Gallerí Bjarni Þór Skólabraut 22
Sýningin „Rokkum feitt inn í Írska daga“.
12:00-17:00 Karnival á Merkurtúni
14:00-15:30 Leikhópurinn Lotta í Garðalaundi: Bakkabræður
Ókeypis er á sýninguna en til að tryggja að fjöldi gesta sé innan marka sóttvarnar- yfirvalda þurfa einstaklingar fæddir árið 2004 og fyrr að nálgast miða á sýninguna dagana 1.-3. júlí á Bókasafni Akraness milli kl. 12-18. Einstaklingar fæddir árið 2005 og seinna þurfa ekki miða. Grillin verða heit. Allir eru hvattir til að taka með sér á grillið og eiga notalega stund.
15:00 “Kellingarnar” ganga um svæði Byggðasafnsins í Görðum
Gangan byrjar við Írska steininn. Samstarf Leikfélagsins Skagaleikflokkurinn og Bókasafns Akraness.
16:00-17:30 Leikhópurinn Lotta í Garðalaundi: Bakkabræður
Ókeypis er á sýninguna en til að tryggja að fjöldi gesta sé innan marka sóttvarnar- yfirvalda þurfa einstaklingar fæddir árið 2004 og fyrr að nálgast miða á sýninguna dagana 1.-3. júlí á Bókasafni Akraness milli kl. 12-18. Einstaklingar fæddir árið 2005 og seinna þurfa ekki miða. Grillin verða heit. Allir eru hvattir til að taka með sér á grillið og eiga notalega stund.
Það stefnir allt í dýrindisveður og ég mæli því alltaf með ferð á skagann, karnival fyrir krakkana og skoða í skúrinn fyrir þig – njóttu dagsins ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!