…alltaf er hægt að breyta eitthvað smávegis. Ég er búin að vera með speglaborðin mín núna í rúmt ár, og enn svo ánægð með þau – sjá hér, smella. En það eina sem hefur verið að angra mig, er sú einfalda – óumflýjanlega staðreynd – að ryk sést mjög vel á speglum sem þýðir að það þarf að þurrka oft af, ef vel á að vera…
…þannig að ég vildi endilega breyta aðeins til – sörpræs!
…þá er bara að tæma svæðið – því að það er alltaf best að byrja með hreint blað…
…hér eru síðan borðin sem voru undir speglunum, frá Rúmfó en eru því miður ekki lengur í sölu. Þessi hér eru svipuð (smella)…
…og ég var svo heppin að mér bauðst samstarf við Fakó, en þar fást einmitt bakkar sem ég hef haft augastað á í lengri tíma. Ótrúlega falleg…
…mynstrið og áferðin á bökkunum er svo falleg, annar er út í gyllt en hinn er svona brún svartur…
…og þau koma svo fallega út á borðunum, fæturnir passa svo vel við hlutföllin. En mér þótti hins vegar alltof lítið að hafa bara bakkaborðin og því…
…skellti ég bara gamla ferkantaða borðinu mínu með, en hafði það á bakvið í þetta sinn – alltaf að prufa sko…
…síðan fóru gömlu leðurpullurnar undir og til hliðar, enda eru þær enn notaðar….
…skrautið ofan á borðunum er líka frá Fakó…
…ég er t.d. sérstaklega hrifin af svörtu vösunum, en hér sést minni týpan og kertastjökunum…
…hér er sá stærri, og hausinn finnst mér líka geggjaður. Hann kostar bara rétt um 2000kr og mér finnst hann æði…
…ég vildi líka flíkka aðeins upp á púðamál heimilisins, þar sem ég á bara 365 púða og fæ ekki nóg, og fór því í H&M Home og nældi mér í nokkur ódýr púðaver og setti utan um þá púða sem ég átti fyrir…
…með þessum undantekningum, en þessar dásemdir koma líka frá Fakó…
…og þessi velúrpúðar með blómunum eru alveg draumur…
…alveg pörfekt að blanda svona saman frá mismunandi stöðum…
…á aftara borðinu er ég bara með stóran vasa, líka frá Fakó, og samansafn af bókum…
…en ég er mjög ánægð með þetta, finnst þetta skemmtilega bóhó og fíla það vel…
…finnst svo fallegt að sjá svona mismunandi áferðir, það bara gleður…
…og eins að blanda saman mismunandi mynstrum í púðunum…
…núna er ég bara að leita mér að réttu mottunni – leyfi ykkur að fylgjast með!
…mikið af þessum vörum fæst líka í Salt í Kringlunni…
Stór brass bakki – 80 cm
Minni brúnn bakki – 60cm
Haus – blómapottur/fyrir kerti
Vasi/blómapottur minni
Kertastjaki latuna
Brass kertalukt
Kertaglös, þrír litir
…annars mæli ég bara með heimsókn í Fakó í Holtagörðum og bara njóta þess að rölta um og skoða allt þetta fallega sem er til – ég lofa að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum!
Eigið yndislega helgi!
p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát. Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni! ♥
Ótrúlega smart hjá þér🙂
Mjög flott og góðar hugmyndir 👍😊
Mjög flott👍
Ertu búin að finna mottu? Vona að þú komir með eitthvað synishorn🤭 mig vantar mottu í stofuna mína, eitthvað sem pyngja mín þolir 😃
Bestu kveðjur AS
Virkilega flott hugmynd með borðin😊
Takk 🙂
Alltaf smart !