…það er nú bara þannig að luktir eru svo mikil prýði. Hægt að hafa þær inni og úti, fyrir kerti – fyrir styttur – blóm, bara hvað þig langar helst að skreyta með! Eins eru þær spennandi á jólum, það er hægt að gera svo endalaust fallegt í skreytingum með luktir!
Luktirnar í þessum pósti eru frá Fakó – smella hér – og ég set inn afsláttarkóða fyrir stóru luktina í lok póstsins, og er þessi póstur unninn í samstarfi við Fakó en ekki kostaður!
…þessi lukt er mjög stór og falleg, brasslukt sem er geggjuð bæði inni og úti…
…eins og þið sjáið hérna, þá sést hversu há luktin er miðað við sófasettið…
…brass-lookið gefur einmitt svo mikinn hlýleika…
…og hér sést hversu stór hún er miðað við Molann 🙂
…og svo nokkrar auka myndir því að blessaður Molinn er svo mikil fyrirsæta að ég stóðst ekki mátið…
…þessi hundur sko…
…hér er minni útgáfa að luktinni góðu…
…kommon hundur…
…eins og sést þá gæti Molinn auðveldlega flutt inn í luktina og átt heima þar…
….en ég ætla að leyfa honum að sleppa við það…
…hér eru svo bæði bjútí-in inni, því að ég tími bara ekki að láta þær standa utan dyra alltaf…
…það er stærri luktin sem þið fáið afsláttarkóða á, en hún er 40×40cm og hæðin 70,5cm. Afsláttarkóðinn er fyrir 20% og þið skráið einfaldlega inn: skreytumhus.
Smellið hér til þess að skoða nánar!
…hrein dásemd og ég segi bara takk Fakó fyrir þetta!
Vona að þið eigið yndislega helgi framundan ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!