Nýtt og ferskt…

…eins heitt og ég elska ljósastjörnurnar mínar frá Byko, þá fannst mér þær alveg ómögulegar núna þegar að sumarið var komið á fullt skrið…

…þá var ekkert annað en að taka þær niður, og ég tók reyndar líka niður greinarnar og var bara með alveg hreinann glugga…

…setti upp aftur gömlu ljósin frá Litlu Garðbúðinni, sem ég málaði…

…þannig að hér er allt hreint og tilbúið til þess að skreyta og laga…

…gamlir pottar úr Rúmfó fengu spreymeðferð og urðu svartir…

…finnst þeir koma ferlega vel út þannig…

…og að vanda stillt upp með fallegum nytjahlutum í eldhúsi…

…liturinn í alrýminu er Draumgrár frá Slippfélaginu, í litakortinu mínu…

…þessi fékk að koma úr geymslu…

…hér sést hvað það er nú gott að eiga slatta af trébrettum, þá er hægt að nota þau svona…

…ég er með minni týpuna af hringspeglunum frá Rúmfó á veggnum þarna á bakvið, 50 cm…

…en ég ákvað að skipta honum út fyrir 70cm og er bara mjög ánægð með þessa einföldu breytingu. Festingin er frá BarrLiving.is…

…eitt af mínum uppáhalds útsýnum, en ég elska þennan stóra eldhúsglugga og allan gróðurinn fyrir utan…

…vona að þið eigið dásemdardag framundan! ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *