Á lúpínuveiðum…

…um daginn sýndi ég ykkur póst með lúpínum hérna heima – smella, en ég elska að nota þetta fría og falleg efni í vasana mína og njóta yfir sumarið…

…og það er nú bara dásamlegt að fara í bíltúra og týna til, og njóta í leiðinni…

…sérstaklega í góðum félagsskap…

…og hvað haldið þið að ég hafi loks rekist á þegar við fórum í gegnum Selfoss á dögunum – hvíta lúpínu, eða sko sem var ekki orðin fjólublá…

…og líka fyrir utan Þorlákshöfn…

…svona líka ánægð með fenginn…

…sem fór svo auðvitað beint heim í vasa….

…núna langar mig bara að vera með hvítar lúpínur alltaf…

…dásemd…

en það skiptir öllu máli að hafa ekkert á stilkinum, hreinsa af öll blöð og slíkt. Svo þarf að skáskera stilkana, en ekki klippa. Ef þið klippið þá eruð þið að kremja saman æðarnar í stilkunum, en með því að skera þá opnið þið fyrir æðarnar og þær ná svo vel að drekka upp vatnið

…geggjaðar…

…þetta passar mjög svo vel inn hjá okkur…

 

…þessar virka smá bleikar í þessari birtu…

…njótið dagsins – 

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *