Dásamlegu hortensíur…

…ein af mínum uppáhalds blómum eru hortensíur. Þó verð ég að viðurkenna að ég kann betur að meta þær afskornar heldur en í pottum. Ég er búin að vera með tvær í potti fyrir utan og það er ferlegt vesen að halda þeim góðum, í það minnsta þessum ljósu. Hef heyrt að dekkri litir séu auðveldari í umönnun, sel það ekki dýrara en ég keypti það.

En yfir í þessar afskornu. Það er hægt að fá þær í svo dásamlega fallegum litatónum og þessar hér heilluðu mig alveg…

…dásamlegir fjólubleikir tónar, með dass af lime-lit með…

…dásamlegar alveg…

…það er ekki amalegt að eiga svona blómvönd sem endist nánast að eilífu, því að maður nýtur þeirra í blóma og svo þurrka ég þær bara…

…til þess að þurrka þær er gott að leyfa þeim að standa bara í vatni og klára að blómstra, svo þegar þú sér að þær eru farnar að þorna, þá hellir þú vatninu af þeim.  Eins er fínt að hafa þær í vasa sem veitir stuðning við hausinn á þeim…

…vona að þið eigið dásamlega helgi framundan – knúsar

P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *