…eru líka ofarlega á listanum yfir eftirlætisblómin mín!
Sérstaklega þessar bleiku…
…sjáið bara þessa fegurð…
…það eina sem ég get kvartað yfir er að mér finnst þær alltaf standa í fremur skamman tíma hjá mér…
…en á meðan þær eru svona fallegar á meðan þær standa, þá er ekki hægt að vera óhress með það…
Blóm bóndarósanna eru yfirleitt stór og falleg oft 10-15 cm í þvermál. Blóm villtra tegunda eru einföld skálarlaga með 5 krónublöðum og áberandi fræflum umhverfis frævurnar. Plönturnar eru miklar um sig með stórum mikið skiptum laufblöðum.
Ræktuð afbrigði eru oftast með fylltum blómum þar sem flestir fræflanna hafa ummyndast í blómblöð sem fylla upp í skál krónublaðanna.
…síðan finnst mér þær verða alveg extra fallegar í könnum, eins og flest blóm. En ég fékk þessa fallegu könnu um daginn í Nettó og finnst hún æði…
…njótið dagsins ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥