…eitt af því sem fylgir óneitanlega sumrinu eru brúðkaupin. Brúðkaupunum fylgir síðan alltaf þessi stóra spurning um hvað eigi að gefa parinu. Það er alltaf klassískt að gefa sitthvað til heimilisins og þess vegna langar mig að benda ykkur á verslunina Bast í Kringlunni.
Þess ber sérstaklega að geta að Bast er líka með mjög góða heimasíðu, þar sem eru gjafahugmyndir, hægt að leita eftir efnum og litum og annað slíkt sem auðveldar manni til muna að finna það sem þú leitar að!
Heimasíða Bast – smella!
Margir eru með óskalista sem er snilld þar sem það auðveldar öllum leitina, en auk þess er hægt að gera Brúðagjafalista hjá mörgum verslunum. Í Bast í Kringlunni fékk ég að velja nokkra hluti sem ég myndi sjálf velja í dag ef ég væri að gera slíkan lista, og eins er þetta eitthvað sem myndi henta til gjafa fyrir flesta.
Eitt af því sem mér finnst henta vel til brúðargjafa eru matarstell. Þetta er hinn fullkomni tími til þess að fá stellið sem hefur kannski verið lengi á óskalistanum, og ef vel er valið þá áttu þetta bara næstum að eilífu amen. Við völdum t.d stell sem við fengum fyrir 15 árum og erum enn að nota í dag.
Bitz Stellið:
Glæsilegur borðbúnaður sem hannaður er af hinum danska sjarmör Christian Bitz. Bitz er næringarfræðingur, þáttastjórnandi, metsölubókahöfundur og fyrirlesari. Hugmyndafræði hans byggir á því að fólk njóti þess að borða góðan og heilsusamlegan mat, án allra öfga, skyndilausna eða samviskubits. Vörurnar eru hannaðar þannig að þær geri fólki auðveldara að stjórna skammtastærðunum og njóta matarins…
…Bitz stellið hefur verið gríðarlega vinsælt núna í nokkrun tíma og er til í nokkrum litum. Sniðugt til þess að blanda saman og er í raun svona “passlega” fínt. Það er hægt að hafa það dagsdaglega og svo dressa það upp spari. Það var að koma út nýr litur sem er svona rjómahvítur og er virkilega fallegur og tímalaust…
…eins og þið sjáið þá eru þetta alveg tímalausir hlutir, hér sjáið þið diskana ásamt fallegri skál – alveg fullkomin fyrir súpur eða bara morgunkornið…
…mér finnst líka sérstaklega fallegt að nota gráu diskamotturnar með…
…og svo er fullkomið að nota servéttur og hnífapör, eins og þessi gulllituðu, til þess að poppa þetta upp…
…Hobstar glösin eru líka í miklu uppáhaldi hjá mér, en þau fást í mörgun litum og eru hvert öðru fallegara…
…ég ákvað líka að nota svörtu fötin með, því eins og áður sagði, þá er svo gaman að blanda þessu saman og það kemur virkilega fallega út…
…þá er líka kjörið að vera með svarta kertastjaka með, og þessir hérna Roots stjakar fannst mér æði…
…svo kom þetta enn betur út með fallegum dúk undir….
…þetta stell er svo fallegt…
…gaman að týna svo bara falleg blóm í náttúrunni til þess að skreyta með…
…Flame vasarnir eru líka hreint gordjöss, og hér eru bara lúpínur notaðar til þess að skreyta með…
…annað sem heillaði mig upp úr skónum voru þessar geggjuðu vatnskönnur…
…ég gat einmitt ekki valið á milli og tók því bæði brass og hvíta. En hvíti liturinn er einmitt sá sami og er á Bitz stellinu…
…hér sjást þær einmitt báðar í bakgrunni – svo flottar…
…það eru til áhöld fyrir salat í stíl við hnífapörin…
…og hér sést hversu fallegur dúkurinn er…
…mér finnst þetta svo fallegt og tímalaust…
…og þetta gefur ykkur vonandi einhverjar hugmyndir…
- Listi yfir það sem notað er á myndunum:
- Bitz matarstell cream
- Hobstar glös
- Flame vasar
- Gráar diskamottur
- Gull hnífapör
- Dúkur
- Roots kertastjakar
- Könnur
- Servéttur
- Bitz matarstell svart
Þess ber að geta að BAST er með 20% afslátt af Bitz út daginn í dag!
…vona að þið eigið dásamlegan sunnudag framundan ♥
P.s ef þú hafðir gaman að póstinum, þá þykir mér sérlega vænt um like-ið þitt! ♥ Eins er frjálst að deila þessu í allar áttir!