….ef það er eitt sem heillar mig alltaf upp úr skónum, þá eru það könnur. Það eru svona ákveðnir hlutir sem ég er alltaf að horfa eftir: könnur, púðar og diskar á fæti. Svo auðvitað bara margt annað
Ég fylgi Purkhús á Instagram og þegar birtist mynd af Klimchi-könnum sem voru væntanlegar hjá þeim þá fékk ég alveg í hnén bara…

…þannig að ég brá mér til hennar og skoðaði þær með eigin augum…

…ég átti í mestum vandræðum með að velja á milli glærrar og grárrar…

…en að lokum fékk sú gráa að fara með mér heim….

…og ég þreytist eiginleg bara ekkert á því að dáðst að henni…

…ég meina það bara sko, sjáið þessa fegurð!


Þess ber að geta að það er Sumar Pop-Up markaður núna um helgina á Laugardalsvellinum og verður Purkhús þar með sínar vörur:
smella hér til þess að skoða nánar!
Sumar Pop Up helgina 4.-5. júlí á Laugalsvelli (KSÍ stúkunni).
Um 50 fjölbreyttar verslanir verða á staðnum og fjölmörg tilboð í gangi. Reykjavík Streetfood verður fyrir utan með fjölda matarvagna í sumarblíðunni.
Markaðurinn stendur frá kl. 11-17 bæði á laugardag og sunnudag.
Íbúar frá Latibæ kíkja í heimsókn á laugardag og sunnudag kl. 12:30 og skemmta börnunum. Einnig verður hoppukastali á svæðinu.
Komdu í sumarstemningu og gleði í Laugardalnum!

Smellið hér til þess að fylgja Purkhús á Facebook
Smellið hér fyrir heimasíðu Purkhús

…vona að þið eigið yndislegan dag ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!