Innlit á antíkmarkaðinn á Akranesi…

…ég hef sagt það oft og mörgum sinnum, en einn af okkar uppáhalds bíltúrum er að rúlla upp á Akranesið. Keyra þar um, labba á Langasandi, fá sér Skútupylsu eða eitthvað góðgæti, og svo auðvitað að fara á antíkmarkaðinn hennar Kristbjargar á Heiðarbraut 33

…markaðurinn er til húsa í bílskúrnum á Heiðarbrautinni og það er almennt opið á frídögum á milli kl. 13-17. Oftast nær stendur þessi hérna dama vaktina og lætur vita þegar opið er…

…og þarna er sko hægt að kramsa aðeins…

…muna að vera opin fyrir alls konar, eins og t.d. þessar skúffur sem gætu verið snilld í eldhúsið fyrir snúrur og síma og annað slíkt. Eða hendin sem gæti verið geggjuð undir glerkúpul…

…gamall sleði sem er svo æðislegur fyrir jólin, eða þetta flotta snagabretti…

…fullt af gömlu silfri/hnífapörum, það getur verið svo töff að blanda þessu saman svona ólíkum mynstrum…

…flottar flöskur…

…grúbba af þessum yrði sérlega töff með gömlum myndum í bland…

…það eru líka oft mjög flottir stólar og húsgögn þarna með…

…svo mikið af veggdiskunum…

…mér fannst þessi ferlega flott…

…Aalvar Alto vasar í hvítu…

…þessi hérna eru alveg geggjuð…

…fallega ástarsagan hans Bjorn Wiiblad…

…Bjorn Wiinblad Aladin plattarnir, æði!

…og diskur á fæti…

…þrír kátir “þrestir” – eða næstum…

…svo þarf að muna að horfa upp fyrir sig líka, en það er mikil úrval af fallegum gömlum ljósum sem er hægt að finna þarna…

…dásamlegir mokkabollar…

…risastórir stafir, geggjaðir til skrauts…

…úúúú – svo fallegir þessir…

…ef þið eruð að leita eftir einhverjir í eitthvað stell, þá eru þau bara öll til þarna – eða vel flest 🙂

…og svo er það allt þetta öðruvísi og flotta…

…retró…

…Jón Sig vakir yfir…

…mér fannst þessir diskar alveg æðislegir – geggjaðir á vegg…

…gömlu dúkkurnar finnuru þarna…

…og alls konar skemmtilegt barnadót – sérstaklega fyrir safnara…

…Iittala stjakarnir…

…ísbirnir sem leita að heimili…

…vintage plagöt…

…meira retró…

…tvær könnur sem heilla mig báðar…

…þetta dásemdarstell er eftir Bjorn Wiinblad, mér finnst það ÆÐI…

…og svo er allt í hvítu og bláu klassísk fegurð…

…ég meina sjáið bara…

…þessi diskur á fæti sko!

…bollar og könnur og fegurð í massavís…

…Pínur og sjávarbörn og börn að leik…

…ég á þessa fegurð…

…þessi gluggi fannst mér ótrúlega fallegur…

…sem og þessi hérna vasi…

…og gamli glymskrattinn…

…svo mikið af mæðradag- og jóladagsdiskunum….

ef þið viljið fylgjast með henni Kristbjörgu á Facebook, en hún setur inn myndir reglulega og svarar fyrirspurnum, þá er hægt að smella hér!

…mæli endalaust með að fara í smá rúnt til hennar Kristbjargar – þarna er ALLTAF hægt að finna eitthvað fallegt, eitthvað bráðnauðsynlegt sem maður bara vissi ekki að manni vantaði 🙂

Njótið helgarinnar! ♥

p.s. ef þú vildir vera svo dásamleg/ur að smella á like, svona af því að þú last póstinn og hafðir gaman að, þá yrði ég þér afar þakklát.  Ekki væri nú verra að heyra frá þér, ég er stundum hálfeinmanna hérna inni!

1 comment for “Innlit á antíkmarkaðinn á Akranesi…

  1. Elvs Björk Sigurðardóttir
    06.06.2020 at 07:44

    Þvílík dásemdar búð💖 Ég á eftir að koma þarna

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *