Þá er komið að því að framkvæmdablað Byko er komið út, eftir seinkun sökum Covid19 og því er það aðeins á netinu að þessu sinni. Til þess að skoða blaðið í heild sinni, þá smellið þið hér:
…en í framkvæmdablaðinu má finna fullt af tilboðum…
…og eins og nafnið gefur til kynna, allt sem þið gætuð þurft til þess að fara af stað í framkvæmdir innanhús, eða utan…
…geggjað parket…
…það er líka hægt að koma við í versluninni í Breiddinni, og skoða innréttingar uppsettar þar…
…mæli líka sérstaklega með ljósadeildinni, en þar hef ég oftar en ekki fundið réttu ljósin fyrir verkefni sem ég hef verið með…
…hér er t.d. ljósið sem ég notaði í íbúð 301…
…svo er komið að mínum hlut í þessu öllu, en að vanda þá er Byko með framkvæmdaleik í gangi inni á Instagram í tengslum við þennan bækling. Ég fékk þann heiður að vera dómari, ásamt henni Karen Ósk, og er leikurinn þannig:
Viltu vinna 100.000kr inneign í BYKO?
Taktu mynd af rými sem þarfnast yfirhalningar, hvort sem um ræðir baðherbergi, stofu, eldhús eða annað. Settu myndina á Instagram og merktu #bykoheimili20 og þú ert komin/n í pottinn!
Miðvikudaginn 24. júní verður heppinn vinningshafi tilkynntur
Að auki verða valdir tveir aukavinningshafar sem fá 35.000 kr. inneign í BYKO.
Ath. að það er mikilvægt að vera með opinn Instagram reikning á meðan leiknum stendur til að myndin sjáist og dómarar geti skoðað hana 😉
…því það er nú þannig að það er alltaf svo gaman að sjá fyrir og eftir myndir…
…mæli líka með að fylgjast með myllumerkinu #bykoheimili20 á Instagram!
Já takk mikið að framkvæma à næstunni