Blómlegt…

…sumarið er komið – eða í það minnsta er það planið. Gróðurinn fer hægt af stað, en sólgleraugun eru komin á sinn stað og ef gróðurinn er ekki að skila sér eins og maður óskar, þá er bara eitt í stöðunni…

…kaupa sér blóm í fallega vendi innanhúss – húrra.
Ég keypti mér um daginn dásamlegar bóndarósir, vaxblóm og síðan ilmandi fresíur (sem minna mig alltaf á móðursystur mína og nöfnu)…

…naut þess síðan að skipta þessu í könnur og vasa, eða bara könnur og hafa hérna heima við…

…með þessu voru ruscus greinar, en þær fást í flestum blómaverslunum og eru að standa í margar vikur og stundum mánuði…

…alltaf að muna að hreinsa stilkana þannig að það fari alltaf hreinn stilkur ofan í vatnið, skáskera með hníf (skærin kremja saman stilkana og loka æðunum) og vera með hreina vasa.
Afklippur eru síðan kjörnar í minni vasa eða bolla…

…sjáið bara hversu notalegt þetta er…

…svona í alvörunni þá veit ég fátt betra en að vera með blóm í vasa hérna heima…

…gefur mér bara alveg endalaust mikið…

…dásamlega bláa kannan er frá Portinu, en þið getið smellt hér til þess að skoða ( smella )

…vona að þið eigið yndislega vinnuviku framundan ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *