…ég verð að viðurkenna að ég er að bíða óþreyjufull eftir að sumarið fari af stað, svona af alvöru, eða í það minnsta – að gróðurinn taki við sér. Það er svo svakalegur munur á gróðrinum í ár, eða í fyrra að það er eins og við séum rúmum mánuði eftir á. Því var ég alveg ákveðin í að fá mér sumarblóm hérna fyrir utan, um leið og það væri farið að hlýna. Svo er nú komið að ég bíð ekki lengur, og leið mín lá í Byko í Breiddinni…
Póstur þessi er unninn í samvinnu við Byko en allar vörur eru valdar af mér!
Fyrst verð ég að sýna ykkur þetta hér, en það er mjög svipað barborðinu mínu sem ég hef haft bæði innan- og utandyra…
…þessir hérna pottar fannst mér líka æði, til í mörgum stærðum…
…svo flottur bekkur, og miðjan lyftist upp og breytist í borð – snilld…
…ok ekki útidót, en æðisleg lítil blómaborð…
…geggjaðir blómastandar…
…mjög töff eldstæði…
…luktir og geggjað hengirúm…
…og svo mikið úrval af fallegum blómapottum…
…og þessi stóll heillaði, og skemill við…
…en yfir í það sem máli skiptir í þessari ferð, og það voru sko útiblómin – elsku sumarblómin mætt í hús…
…eins og sést, þá var ástandið fyrir utan heima orðið heldur hallærislegt – reddum þessum…
…í þetta sinn, eins og reyndar oft áður, fékk ég mér Syprusa, Snædrífur, Sólboða, Hortensiur og svo eina Fushia. Ég hef áður verið með hortensíur, og er að vonast til þess að muna eftir að vökva þær almennilega í ár – en þær eru svolítið þurftamiklar þessar elskur…
…ég hef varla séð flottar Snædrífur, en þær eru svo stórar og miklar – geggjaðar…
…stóra skálin á borðinu, þetta er bara ein Snædrífa í henni…
…Hortensiurnar fannst mér líka sérstaklega fallegar og fékk mér eins svo í föl fjólubláum lit…
…Sólboði og Fushia að deila potti, sjáum hvað gerist. En þessir pottar eru líka æðislegir, fengust ýmsar týpur af þeim í Byko…
…aðkoman er því orðin töluvert betri – næsta mál er að mynda þetta í sólinni yfir helgina…
…setti eina Snædrífu inn í arininn, aðra í pott með Syprisinum, og svo fékk hvít Hortensía að vera ein í potti…
…nýbúið að pússa yfir útihúsgögnin, og nú þarf að bera á þau aftur – enda fimm ár síðan seinast – smella…
…á pallinum fengu tveir Syprusar að fara í potta ásamt Sólboðum, og nú er bara að vona að hlýjan haldi áfram svo trén taki betur við sér…
…fallegi Sólboðinn…
…sumarkvöldsólin er í það minnsta komin…
…og hér sjáið þið barvagninn minn, sem er úr Rúmfó – en það er til nánast eins í Byko núna…
…svo langaði mig að sýna ykkur þessa hérna fegurð! En þessar hér standa að eilífu amen – ekta gervi, tvær plöntur saman – en look-a svo vel…
…ég á svo eftir að mynda þetta allt betur – en vildi bara endilega leyfa ykkur að sjá því að eflaust eru margir að fara að sjæna hjá sér yfir helgina!
Eigið yndislega helgi ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!