Kristalstært…

Þegar við keyptum húsið okkar 2008 þá lágu fyrir viss verkefni sem við vissum að þyrfti að tækla með árunum – og þá er ég meira að meina utanhúss fremur en innanhús:


* Skipta um þakplötur (ónýtar sökum aldurs)
* Skipta út rúðum (glerið síðan 1975 og móða komin á milli glerja)
* Byggja pall
* Skipta úr útihurð (sú gamla var ónýt og lak inn meðfram henni)
* Skipta út bílskúrshurð (undin og lak)
* Laga bílaplan

Þessi listi er víst ekki tæmandi en þó sýnir hvað það eru mörg stór verkefni sem þarf oft að takast á við í eldri húsum. Þetta er einhvern vegin aldrei búið – þetta er eilífðarverkefni. Eftir því sem árin liðu þá er nú eitt og annað búið að gerast: búið að skipta um þak, byggja pall, skipta út báðum hurðum.

En að skipta út rúðum það óx mér eitthvað svakalega í augum, mér fannst þetta bara vera svo stórt verkefni. Sá fyrir mér bara húsið í rúst við þetta, en – það er eins og með margt annað. Það er svo auðvelt að vera hræddur við það sem maður kann ekki!

Það var svo loks í lok seinasta sumars sem við tökum þessa ákvörðun og hentum okkur í þetta verkefni. Eftir að skoða málin ákváðum við að skipta við Íspan, en það að þetta sé fjölskyldufyrirtæki með íslenska framleiðslu skoraði bara ansi hátt, auk þess að sem þeirra tilboð var hagstætt.
Þessi póstur er því unninn í samstarfi við Íspan!

Íspan | Foreldrahús

Heimasíðan þeirra er líka mjög þægileg og leiðir mann vel áfram varðandi mælingar og annað slíkt…

Við komumst svo fljótlega að því að það er alls konar sem er hægt að pæla í í dag, gler er ekki bara gler. Við gátum fengið sérstakt sólvarnargler sem dregur úr hita og kulda í stofunni okkar, sem var einmitt það sem við þurftum. En þar verður oft alveg ólíft sökum hita og sólar, sérstaklega á sumrin.

Við fengum smiði til þess að aðstoða okkur við ísetninguna, en vorum þó sjálf búin að forvinna eins mikið og hægt er. Smiðurinn aðstoðaði eiginmanninn við máltöku á gluggunum og hversu mikið þyrfti af listum. Það var því búið að kaupa, grunna og lakka alla lista þegar að gluggaísetning hófst. Munar miklu um að vera að vera búin að vinna fyrirfram það sem hægt er að gera sjálf/ur. Einnig losaði eiginmaðurinn alla lista frá gluggunum áður en smiðirnir mættu.

Íspan sendir síðan glerið heim á svona járngrind, sem var bara sett inn í bílskúr og maður hefur um einhvern ákveðinn tíma, þannig að þetta gæti ekki verið hentugra. Hér sést grindin í skúrnum og við geymdum listana þarna tilbúna.

Hér sést mjög vel hversu ónýtt glerið var orðið, þetta er svefnherbergisglugginn í hjónaherberginu…

…og svo var skipt út einum glugganum af öðrum – og þvílíkur munur…

…inni á baði voru við með svona flimur sem maður setur sjálfur, og þær voru þvílíkt þreyttar…

…hér er sem sé glugginn farinn úr…

…en við fengum sandblásið gler í gluggana á baðinu, og í bílskúrnum, þannig að það hleypir birtunni vel inn án þess þó að það sjáist inn…

…hér fyrir ofan sést nýja fína glerið, á meðan fyrir neðan er rúðan sem var filmuð. Það er bara ekki hægt að líkja þessu saman.
Auk þess sem sandblásna glerið hleyptir birtunni svo vel inn að það virkar bjartara inni á baði..

…og þetta var svo mikill munur – þar sem að glerið var orðið svo illa farið…

…kristalstært og fallegt gler tók við…

…það er virkar allt svo þreytt þegar að glerið er ónýtt og þetta var bara eins og nýtt líf…

…ég bara þreyttist ekki að mynda þetta – en eins og þið sjáið þá voru gardínurnar bara hangandi áfram fyrir, þannig að þetta var eins lítið rask og hægt er að hafa…

…stóru glugganir í stofunni voru líka mjög slæmir – eins og sést á opnanlega faginu hér…

…og aftur þurfti ekki einu sinni að taka í burtu gardínurnar, heldur bara færa þær frá…

…hér er glugginn farinn úr, og þá sést að falsið var áður rautt, en grátt í dag. Listarnir sem við erum að setja á alla gluggana eru hins vegar svartir, en við erum að fara að mála alla glugga í sumar svarta, og jafnvel þakkantinn líka…

…hér sést hvernig hurðinn út á pallinn var, en þetta var búið að fara þvílíkt í taugarnar á mér í gegnum árin. Enda í sjónlínu þegar setið var við borðið og ekkert hægt að gera til þess að flikka upp á. Þegar ég sá svo á nótunni að glerið í hurðina var undir 15þús var ég bara tilbúin að sparka í rassinn á sjálfri mér fyrir að hafa dregið þetta svona – það sem maður getur miklað fyrir sér hlutina…

…rúðan úr…

…og ný inn – aftur þá sjáið þið efra glerið í opnanlega faginu vs. nýja glerið í hurðinni…

…Molinn var alsæll með nýju rúðurnar í stofunni, hitalækkandi sólvarnargler er þvílíka snilldin.

Sólvarnargler er tegund glers sem dregur úr áhrifum sólarljóss og minnkar gegnumstreymi hita. Þegar talað er um sólvarnargler er átt við tvöfalt gler, þ.e. tvær glerskífur sem settar eru saman með állista á milli og límingu á köntum, þar sem ytra glerið er sólvarnargler. Glerið dregur úr hita frá sólinni á sumrin og einangrar gegn kulda á veturna. Sólvarnargler hentar því vel t.d. í þakglugga eða stóra glugga, sérstaklega þá sem snúa í suður.


Texti fenginn af síðu Íspan!

…þið sjáið hér að það er smá blæbrigðamunur á því, örlítill litur á því, en ekkert sem maður verður var við þegar upp er staðið, en munurinn er gífurlegur inni – og við erum komin með fína reynslu af því núna…

…ég held að hér sjáist þetta einna best – búið að skipta út efri og neðri rúðu, en opnanlega fagið er enn gamla glerið…

Leiðbeiningar um glerjun er líka að finna á síðu Íspan – smella…

…sniðugt tips: skella plötum í opnanlegu fögin á meðan gluggarnir eru settir í, ef þörf er á sökum hitastigs…

…í bílskúrnum voru síðan þessar hérna gersemar, mjög svo mikið barn síns tíma. En við sáum þegar að þetta gler fór og sandblásið kom í staðinn hvað það kom mikið meiri birta inn í rýmið – alveg þvílíkur munur!

…ónýta glerið gamla…

…alveg hreint búið…

…og þvílíkur munur!

…svo var það pallurinn!

…loksins kominn tími á að setja öryggisglerið í gluggana á pallinum….

…og það kom bara sérstaklega vel út…

…gæti bara ekki verið betra sko!

…en það að hafa gluggana í skjólveggnum á pallinum er ein af þessum ákvörðunum sem við erum ótrúlega sæl með…

…eins og sést vel þá eru gluggarnir í stofunni mjög stórir…

…og mér fannst mikilvægt að prufa mig áfram með glerið og sjá hvort að við myndum finna mun, og um leið og tók að vora þá var það greinilega að þetta dregur mikið úr hitanum inni í stofunni, sem er einmitt það sem okkur vantaði…

…þar fyrir utan er hreint dásamlegt að vera með gler sést út um – það eru “litlu” hlutirnir sem skipta sko máli 🙂

…við erum í það minnsta að njóta í botn!

Dásemdirnar í Íspan ætla síðan að bæta um betur og bjóða ykkur upp á 20% afslátt af tvöföldu gleri núna út maímánuð – og ég mæli 100% með að skoða það sem þau hafa upp á að bjóða!

…svo segi ég bara njótið dagsins, ég er farin að horfa út um fallega gluggann minn – engar ljótar línur sem spilla fyrir útsýninu lengur ♥

P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau.

1 comment for “Kristalstært…

  1. Ragnhildur
    14.05.2020 at 14:18

    Púff! Þetta er einmitt eitt af því sem við erum búin að draga endalaust!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *