…eitt af herbergjunum sem ég ELSKAÐI að gera í íbúð 301 var barnaherbergið. Barnaherbergi eru líka bara svo endalaust skemmtileg og falleg alltaf…
…stór ástæða fyrir því hversu ánægð ég er með herbergið er auðvitað dásamlegi liturinn á veggjunum, en Ósk er einn af mínum nýju litum hjá Slippfélaginu (Værð er svo dekkri útgáfan af þessum lit)…
…önnur ástæða var sú að dömurnar hjá Von Verslun voru svo yndislegar að lána mér vörur frá sér til þess að hafa í herberginu, og þar með voru töfrarnir komnir…
…allar vörurnar eru nefnilega svo svakalega fallegar og sérstakar að það var ekki annað hægt en að leyfa þeim að njóta sín…
….hér er t.d. svanur sem er hægt að festa á vegg, en mér fnnast hann bara svo fallegur sem skraut á rúminu…
…fatasláin er líka í uppáhaldi, sem og dásamlegi dúkkuvagninn…
…og það sem breytir hverju herbergi í ævintýraheim, himnasængin fallega…
….hér bjó ég til litla grúbbu á vegginn, en allt sem sést á vegg er frá Söstrene og voru þetta allt saman ódýrir hlutir, en svo krúttlegir saman. Minningabókin og litla hvalaljósið er hins vegar frá Von…
…ég vildi endilega vera með smá svona “skandí áhrif” og langaði að vera með hvíta kommóðu, en samt smá viðarfíling með, og þessi hér sem ég fann í Rúmfó var alveg fullkomin í það. Snagabrettið hélt þessu þema svo áfram, en það fannst í Söstrene líka. Skemillinn er svo frá Húsgagnahöllinni, en svipaðir gætu líka verið til í Ilva…
…þessir tölustafakubbar eru svo frá Von, en ég var með svipaða í barnaherberginu hjá mínum krökkum og ég ELSKA svona. Þetta er líka svo skemmtilegt í skírnar-, fæðingar- og afmælisgjafir, því að krakkar elska að leika með þetta og svo er þetta súper fallegt skraut í herbergið – eins og hér sést…
…dásamlegi kjóllinn er líka frá Von, það er svo gaman að nota snagabretti í brnaherbergjum og leika sér með að skreyta þau…
…fullkomið að skreyta svona með fallegustu dressunum…
…litla myndin á vegginum er álplatti frá Söstrene, svo sætt skraut…
…náttborðið var síðan frá Rúmfó, en það speglaði svoldið kommóðuna – án þess þó að vera nákvæmlega eins. Fannst það koma vel út og af því að báðar þessar mublur eru með svona frekar háum tréfótum, á parketinu, þá kemur ákveðin léttleiki með þeim og þær virðast frekar svona “fljóta”…
…stóllinn heldur síðan áfram í þessu svona “þema”. En þessi fékkst í Pier, og mér finnst hann yndislegur. Fallegur en alls ekki þungur þarna inn. Púðarnir eru síðan snilld fyrir litla rassa til þess að sitja á á gólfinu…
…svo falleg þroskaleikföng, tréregnbogar – og líka svo skemmtilegt til skrauts í herbergið…
…skemillinn er líka holur að innan, þannig að þetta er snilldar dótageymsla…
…ljósið er síðan frá Ikea, sem og rúmið…
…ég átti svipaðan vagn þegar ég var lítið snuð, nema hann var rauður með gulum dekkjum – þessi er töluvert tímalausari, þvílík fegurð…
…gardínurnar eru Marisko frá Rúmfó, og það sést svo vel hversu mikið það gerir fyrir rýmið að hafa svona síðar gardínur, mýkir allt og gerir svo fallegt. Mottan er frá Söstrene…
Hér er síðan liti yfir alla hlutina, og ef ég fann þá á netinu – þá er hægt að smella beint á og skoða á heimasíðu:
Himnasæng – Von Verslun
Stafakubbar – Von Verslun
Ljós – Ikea
Svanur náttljós – Von Verslun
Rúmteppi – Rúmfó
Sængurver – Rúmfó
Tréregnbogi – Von Verslun
Rúm – Ikea
Svanur – Von Verslun
Náttborð – Rúmfó
Blómapúðar – Rúmfó
Fataslá – Von Verslun
Hvalanáttljós – Von Verslun
Stóll – Pier
Vagn – Von Verslun
Kommóða – Rúmfó
Motta – Sötrene Grene
Hjartans þakkir fyrir alla hjálpina elsku Von-dömur, þið redduðuð mér alveg, og ég vona að þetta verði ykkur einhver innblástur ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!
Hvaðan er skemillinn?
Hann er frá Húsgagnahöllinni.