Íbúð 202 – fyrir og eftir…

…svo gerðist það fremur óvænt, eftir að vinnu við íbúð 301 lauk, að það var ákveðið að gera eina af minni íbúðunum líka að sýningaríbúð. Þannig að næsta íbúð tók við – aðeins minni og öðruvísi skipulag, en svo skemmtilegt pláss. Íbúð 202 – Skógarbraut 925…

…það sama má segja og um fyrri íbúðina, svæðið Ásbrú er í mikilli uppbyggingu. Grunnskóli að fara að rísa og þarna er hægt að fá fallegar og stórar íbúðir fyrir verð sem maður er ekki að sjá annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Þessi íbúð – sem er um 90fm er á 26.9m.

EignÍbúðStærðVerð
925101125.537 300 000
925102123.236 900 000
925201126.637 300 000
92520289.526 900 000
925203120.635 500 000
925301126.637 600 000
92530289.527 500 000
925303120.836 600 000

Eignin hefur mikið verið endurnýjuð. Harðparket á gólfum er frá Húsasmiðjunni sem og hurðar. Baðherbergi hefur verið endurnýjað, þar eru flísar frá Álfaborg og innrétting frá Parka. Ný heimilistæki eru í eldhúsi og  sérsmíðuð innrétting frá Parka. Rafmagn hefur verið endurnýjað og eru rofar og tenglar nýir. Einnig er búið að endurnýja rafmagnstöflur.  Búið er að endurnýja skolp, skipta um neysluvatns lagnir, ofnalagnir og ofna. Íbúðin er nýmáluð.  Þak og þakkantur hefur verið yfirfarið og málað. Myndir eru úr sýningaríbúð.


Nánari lýsing íbúðar 202:
Andyri og sjónvarpshol 
með parketi á gólfi, þar er skápur.
Stofa / borðstofa með parketi á gólfi. Þaðan er útgengt á svalir.
Eldhús með parketi á gólfi og nýrri fallegri innréttingu með helluborði, ofni og háf. Gert er ráð fyrir innbyggðum ísskáp og uppþvottavél og valkostur er að fá það keypt með íbúðinni.
Svefnherbergin tvö eru með parketi á gólfum, fataskápar frá Ikea eru í herbergjum.
Baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum að hluta til. Ný hvít innrétting, speglaskápur með led lýsingu að neðan, upphengt salerni, hankdklæðaofn og sturta. Hreinlætistæki frá Byko. Þar er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.

Stofa – fyrir…

…eftir…

…hjónaherbergi – fyrir…

…eftir…

…barnaherbergi – fyrir…

…eftir…

…forstofa – fyrir…

…eftir…

…séð inn í íbúðina – fyrir…

…eftir…

…stofa – fyrir…

…eftir…

…fyrir…

…eftir…

Opið hús hjá Remax: Skógarbraut 925, 262 Reykjanesbær. Eignin verður sýnd laugardaginn 9. maí 2020 milli kl. 14:00 og kl. 14:30.
Smelltu hér til þess að skoða fleiri myndir og lýsingu á íbúðinni hjá Remax.

PRODOMO fasteignasala er með opið hús: 10. maí 2020 kl. 17:00 til 17:30.
Smelltu hér til þess að skoða fleiri myndir og lýsingu á íbúðinni hjá Prodomo.

Svo kemur sér póstur um hvað er hvaðan, auk þess sem ég ætla að gera sérpóst um hillurnar í stofunni – en þær eru DIY sem mér datt í hug!
Þangað til næst – njótið dagsins elsku bestu ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

1 comment for “Íbúð 202 – fyrir og eftir…

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *