Sófaborð – DIY…

Að segja að það sé búið að vera mikið að gera undanfarna daga er eiginlega ekki nægjanlegt – það er búið að vera svakalega mikið að gerast undanfarið en ég er búin að vera að stílisera tvær sýningaríbúðir alveg til fulls. Þið komið til með að njóta góðs af því á næstu dögum, en það er mikið af djúsí póstum væntanlegum. En þar til, einn lítill og einfaldur.

Fyrir nokkru síðan var ég að tala um borð úr Rúmfó sem mér þykja sérlega falleg, en þau eru með eikarfótum – og mér finnst eikin oft verða svo gulleit.
Ég var að nota blátt sófasett og mér fannst fæturnir verða alltof gulir við – þannig að ég ákvað að láta slag standa núna.

Borðin heita AGERBY og koma í tveimur stærðum – sjá hér...

…ég notaði að vanda, þessa útimálningu úr Slippfélaginu – en ég elska þetta rustic look sem hún gefur. Hún helst ótrúlega vel án þess að pússa nokkuð áður og ef það þarf að laga síðar þá er hægt að bletta bara í án þess að það sjáist…

02-Skreytumhus.is 28.05.2015-001

…og ég einfaldlega málaði lappirnar…

…verkefnin verða ekkert mikið einfaldari sko…

…en ég var mjög svo skotin í útkomunni…

…en mér þykja borðin töluvert fallegri svona – auk þess sem þau pössuðu bara mikið betur þarna inn…

…síðan get ég ekki beðið eftir að segja ykkur frá DIY-inu með hillunni þarna í baksýn!

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur!

4 comments for “Sófaborð – DIY…

  1. Elva Björk
    08.05.2020 at 00:48

    Geggjað töff

  2. Hanna Lisa
    12.05.2020 at 07:29

    Hæhæ
    Eg se ekki link a málninguna sem þu ert að nota, kemur ótrúlega vel út 🙂

    • Hanna Lisa
      12.05.2020 at 07:32

      Það kom upp myndin af málningunni nuna 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *