….það er svo mikið möst að eiga falleg og notaleg svefnherbergi, og eins og ég hef svo oft sagt – þá vilja þetta oft vera herbergin sem sitja á hakanum. Við erum alltaf að klára fyrst fyrir krakkana, svo þarf að kaupa nýtt sjónvarp, skipta út eldhúsinu 🙂 En það sem þarf er í raun bara fernt:
- Mála veggina
- Gardínur og falleg rúmföt
- Lampar (í réttri stærð)
- Bónus, sem getur breytt öllu: HÖFÐAGAFL
Byrjum í rómó deildinni, bleikt og flöffí og fallegt.
Hér er ljósgrár höfðagafl (seldur sér og því hægt að setja hann við hvaða rúm sem er). Dásamlegt fjaðraljós og gæruskinn, nóg af púðum – hvað annað. Geggjað sængurver, og rúmteppi í vintage bleikum lit með. Grátt einlitt sængurver, því að ég held að það væri hreint dásemd að blanda þessum tveimur saman. Gráa sængurverið með koddanum með blómamynstri, eða öfugt – geggjað. Gullkertastjakar og bakki til þess að skreyta með – smá blómavasi. Bekkur, auðvitað! og svo gólfteppi í dásamlegum bleikum lit! Rómó eða hvað!
Hér er hægt að smella á nafn hlutar og fara beint á heimasíðu Rúmfó!
- William kertastjakar
- DeLuxe rúmteppi
- Neble skammel
- Kugleask púði
- Caterina grátt sængurver
- Duehoe púðaver
- Spring loftljós
- Dagfiol púðaver
- Stenlille kommóða
- Gold höfðagafl
- Gestur vasi
- Taks gæra
- Erling gullbakki
- Villeple motta
- Stenille bekkur
- Astrid sængurver
Næst verðum við með mood board í bláa litinum.
Allar vörurnar eru frá Rúmfatalagerinum, og ég er í samstarfi við Rúmfó. En allar vörurnar eru valdar af mér og pósturinn er unninn að mínu frumkvæði!