…mjög svo öðruvísi páskar þetta árið, mun rólegri og engir gestir eða heimsóknir. Það er allt pínu lítið öfugsnúið. En svona skal það vera, og við gerum bara gott úr því sem við höfum – ekki satt?
…páskaskreytingarnar hafa því verið í einfaldari kantinum…
…fallegir túlípanar í vasa…
…örlítið skraut sem hægt er að borða…
…og aftur bara einfaldleikinn, hreiður með gömlum krossi og kerti…
…skreytti líka 3ja hæða körfuna mína…
…hreiður og litlir fuglar…
…í mismunandi stærðum…
…og einstaka kanína fær að koma með líka…
…vor á nokkrum hæðum…
…og kanínan sem ég fékk í Tiger, hefur augsýnilega ekki þvegið eyrun svo árum skiptir…
…mér finnst þessar litlu gylltu alveg sérstaklega fallegar…
…og auðvitað með kanínuhreiður – haha 🙂
…egg og páskaservéttur í kúpulinum…
…við fengum síðan alveg dásamlega páskaköku frá 17 sortum…
…og ég stóðst ekki málið að mynda hana frá öllum hliðum…
…sjáið bara hversu fallegt!
…og svo verður allt fallegt í kvöldsólinni…
…sem gefur okkur fögur fyrirheit um nýja árstíð sem tekur brátt við, og vonandi mjög breytta tíma…
…þangað til segi ég! Farið varlega og njótið þess að vera með ykkar nánustu og eiga yndislega páska ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥