…eru svo skrítnir. Ég held að í raun og veru hafi lífið aldrei verið eins furðulegt. Að eiga að vera stöðugt heima hjá sér, að mega ekki faðma fólkið sitt og vini, að hafa stöðugar áhyggjur af ósýnilegum óvini sem ógnar öllum og öllu í kringum okkur. En samt er allt svona “venjulegt”. Ef þið skiljið mig, það er fátt eitt vanalegra en bara að vera með sínum innsta hring hérna heima og dunda sér við hitt og þetta, en vanalega er þetta kannski einn dagur um helgi – eða eitt eftirmiðdegi. En þegar þetta er orðið að nokkrum vikum, sem ekki sér enn fyrir endann á, þá er þetta að verða að skrítnasta ástandi sem ég hef upplifað. Nokkurs konar deja vu – hver dagur öðrum líkur – fátt eitt sem brýtur upp hversdagsleikann!
…eitt af því sem er orðið hluti af rútínu er að kaupa mat fyrir foreldrana og hengja á hurðarhúninn þeirra, hringja bjöllunni og bakka rúma 2 metra frá hurðinni, stórkostlega skrítið ástand…
…maður er þó með von í hjarta um að veturinn sé á undanhaldi…
…en er ekki alveg búinn að sleppa tökum sínum enn…
…til þess að það sé örugglega allt í upplausn, alls staðar – þá er útlitið fyrir utan húsið okkar búið að vera svona – eins og allt hitt sé ekki nóg…
…Molinn skilur ekkert í þessu – og er farinn að sitja uppi á borði reglulega 🙂
…og jú – kallinn er fluttur heim og farinn að vinna inni á skrifstofunni minni – svona! Við sitjum nánast í fanginu á hvort öðru 🙂
…heimaskólun er orðin hversdagsleiki, og ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvers vegna Molinn virkar svona leiður…
…þá er ástæðan einfaldlega sú að honum finnst mjög erfitt þegar það er verið að steikja bacon…
…og hann nýtur þess reyndar að hafa alla heima…
…elsku pabbi varð 85 ára í seinustu viku og við fórum og sungum fyrir hann, fyrir utan húsið þeirra og gátum ekki faðmað þau. Mjög svo skrítið…
…þannig að maður reynir að bæta það upp með því að faðma heimilismeðlimi enn meira…
…dóttirin kvartar ekki yfir að hafa meiri tíma í hestastandið…
…og hún og Refurinn sjást á ferð og flugi um nesið okkar…
…þannig að núna er bara að bíða þetta af sér, vera heima eins mikið og kostur er – taka Molann á þetta og bara kúra sér þegar hægt er…
…njóta þess þegar að sólin skín…
…og senda jákvæðar hugsanir til allra þeirra sem þurfa á því að halda…
…skreyta smá fyrir páskana…
…þið getið skoðað þetta betur með því að smella hér…
…farið þið vel með ykkur og eins og áður sagði, höldum okkur heima eins mikið og hægt er og hjálpumst að – góða helgi ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!
Drauma dagar hjá Mola með fólkið sitt heima ❤️
Knús til ykkar elsku Soffía! Sem betur fer er þetta bara tímabundið ástand og mun ganga yfir. Eina sem hægt er að gera er að taka einn dag í einu og gera það besta úr þeim degi. <3
Hugsa til ykkar! 🙂