Kahler páskar…

…flestir þekkja nú Omaggio-vasana frá Kahler, enda eru þeir heimsfrægir og alræmdir á Íslandi 🙂 En Kahler gerir svo margt fleira og eitt af því nýjasta er dásamlega falleg páskalína. Þar sem páskarnir eru á næsta leyti, þá fannst mér þetta bara kjörið til þess að sýna ykkur – enda eru myndirnar sjálfar algjört augnakonfekt…

…þeir eru með línu sem heitir Hammershoi eftir Hans-Christian Bauer og er mjög stílhrein, falleg og tímalaus…

This image has an empty alt attribute; its file name is kaehler-hammershoei-kagefad-692274-22558-2-500x500.jpg

Rikke Jacobsen málaði síðan myndir og var gerð jólaútgáfu af matarstellinu árið 2018 og varð mjög vinsæl…

…vinsældir jólastellsins voru slíkar að það var ákveðið að gefa út páskastell í ár, og hafa þeir sagt að þetta muni koma út á ári hverju með mismunandi myndskreytingum…

…myndirnar eru af greinum og blómum, og berjum, ungum, hérum og eggjum – alls konar fallegu sem kallar fram vorið í huga okkar…

This image has an empty alt attribute; its file name is kah_693244_693243_693242_hammershoei_easter_hanger_plate_mug_300dpi.jpg

…sama listakonan gerir líka Poppy-línuna sem er svo dásamlega falleg og gæti verið svo falleg með páskalínunni…

…ofsalega skemmtilega málað stell, sem getur verið svo breytilegt eftir því hvernig þú snýrð mununum…

…sjáið bara þessa fegurð – þessi bleiki valmúi er bara draumur ♥

…það er líka hægt að fá dásamleg egg, myndskreytt í stíl…

…hér eru síðan myndir af nýja páskastellinu fallega…

…ég fann það reyndar ekki til sölu hérna heima, en ef þið vitið betur þá megið þið endilega setja upplýsingar hér að neðan…

…ótrúlega mikið vor í þessum fallegu hlutum…

…finnst ykkur þetta ekki bjútífúl? ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

Þú gætir einnig haft áhuga á:

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *