17 Sortir – gjafaleikur…

…á þessum skrítnu og erfiðu tímum sem við erum að upplifa, þá er frábært að sjá hversu framtakssöm fyrirtækin eru að bregðast við nýjum aðstæðum. Eitt af mínum uppáhálds fyrirtækjum er 17 Sortir, en hún Auður sem er eigandinn, hefur alltaf verið svo ótrúlega liðleg við mig og tilbúin að aðstoða þegar ég hef leitað til hennar. Þannig að þegar hún hafði samband við mig og sagði mér frá því að þau væru að setja á markað sérstaka heimabaksturspakka, þá var ég sko meira en til í að sýna ykkur þá!

Þannig að þessi póstur er í samvinnu við 17 Sortir – en er ekki kostaður!

…snilldin við þetta er að í kassanum er allt sem þarf til þess að gera bollakökur, kryddbrauð og súkkulaðibitakökur:
Pakkinn inniheldur bollakökumix fyrir 12 bollakökur, bollaköku form mjólkursúkkulaðikrem og kökuskraut, sprautupoka, kryddbrauðsmix fyrir tvö kryddbrauð, tvö form, súkkulaðibitakökudeig fyrir 30 smákökur og smjörpappír.
Allt þetta á aðeins 4750kr

…algjör snilld sko!

…fyrir konu eins og mig, sem hefur meira gaman af því að mynda ferlið og borða afraksturinn – þá er svo fullkomið að þurfa ekkert að mæla eða pæla…

…bara hella og skella saman í skál…

…passa sig að setja bréfin í bollakökusilikonform…

…skella svo í kryddbrauð…

…enda fylgja meira segja formin með…

…þannig að allt sem þarf með er egg og mjólk…

…dásemd…

…mér leið nánast eins og ég væri bara meistarakokkur…

…þetta var svooooo gott…

…þessar súkkulaðibitakökur er með þeim bestu sem ég hef smakkað…

…og fyrir þá sem vilja t.d. bara eiga skemmtilega stund með krökkunum, þá er hérna allt til alls. Til að mynda er lakkrís og karamelluskrautið ofan á bollakökurnar alveg hreint sjúklega gott…

…allir fjölskyldumeðlimir sérlega ánægðir með þetta framtak…

…ég er búin að setja af stað gjafaleik inni á Instagram, sem þið getið tekið þátt í – en auk þess ætla ég að vera með gjafaleik í samvinnu við 17 Sortir inni á Facebook líka.


Það sem þið þurfið að gera er:
* Fylgja 17 Sortum og SkreytumHús á Facebook
* Segja mér hvað þú ert spenntust/astur að smakka
* Merkja inn einhvern sem þú vilt deila gleðinni með í kommenti á Facebook
* Bíða spennt/ur eftir að vera vonandi dregin/n út!

1 comment for “17 Sortir – gjafaleikur…

  1. Krissa
    26.03.2020 at 14:22

    Spennandi, veglegur pakki þetta! Er spenntust fyrir súkkulaðibitakökunum 😉

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *