Meira og meira…

…þegar ég var búin að mála bekkinn, og búin að setja klukkuskápinn nýja/gamla á hilluna, þá lagðist ég á legubekkinn okkar til þess að slappa aðeins af. Þar sem ég lá og slappaði af, og starði á hilluna okkar – þá fór ég að leyfa því að fara í taugarnar á mér hversu gular hillurnar voru orðnar. En svona viður vill alltaf gulna með tímanum, sérstaklega þar sem hann var ekki lakkaður. En Frk Flýta Sér (ég) má ekkert vera að því að lakka eða svoleiðis vesen…

…þið sjáið hér hversu gular hillurnar eru, og ég var alveg á því að þetta þyrfti að laga – í hvelli! Auðvitað 🙂

Hillurnar sjálfar eru DIY sem við gerðum fyrir mörgum ár, þið getið skoðað það með því að smella hér: Vittsjö hilla.

…og þegar ég horfði á hina hilluna okkar, sem við gerðum úr Hyllis-hillum, þá var ég ákveðin í að hún þyrfti sömu meðferð!

Þið getið skoðað hérna þegar Hyllis-hillan varð gerð: smella.

…hillurnar voru því teknar úr, og af því að þær voru ekki lakkaðar, þá var bara að bæsa yfir þær aftur!

…þegar ég gerði hillurnar upprunalega notaði ég blöndu af Antik Eik og Kirsuberjabæsi. En núna var það bara Antíkeik-in sem varð fyrir valinu…

…þið sjáið hérna smá mun á fyrir og eftir…

…og hér þegar það er verið að bera á…

…en sjáið líka hversu áberandi þetta er – þegar að efsta hillan er borin saman við þær neðri, sem er búið að bera á….

…næsta fórnarlamb, hillan mín langa – og ekki gat ég tekið hillurnar úr henni…

…ég greip þá til þess ráðs að nota gamlar skólamöppur frá krökkunum til þess að verja vegginn þegar ég bæsaði hillurnar…

…þær virka extra gular því að þarna er engin dagsbirta – enda er Frk. FlýtaSér að vinna þetta um miðja nótt. Ég gat ekkert verið að bíða og bíða eftir þessu skiluru! 🙂

…og þegar bæsið var borið á, varð munurinn gífurlegur…

…þó að antíkeikin virki rauð hér – ekkert að marka þessa birtu sko!

…og ég er svo kát með að ná þessu í svona fínt ástand aftur…

…mér finnst hillurnar alveg eins og nýjar – og þessi litur er alveg að gleðja mig ótrúlega mikið…

…og það skemmtilega við þetta, er að rétt eins og þegar maður málar, þá verður einhvern veginn allt eins og nýtt þegar maður raðar svo aftur…

…skápurinn mikið fallegri á aðeins dekkra undirlagi…

…þannig að ég er að elska þetta verkefni, sem tók nú ekki langan tíma – en gaf stofunni alveg nýtt líf…

…sjáið bara hvað viðurinn er að njóta sín vel…

…og litla systirin alveg í stíl…

…svo lagðist ég á legubekkinn og klappaði mér á bakið, ætlaði svoleiðis að hrósa sjálfri mér fyrir vel heppnað verkefni…

…en þá rak ég augun í næsta verk, eitthvað sem er búið að fara í taugarnar á mér lengi – af stað með mig!

Annars vona ég að þið séuð sem flest að hafa það gott á þessum skrítnu tímum sem við erum að upplifa. Að þið séuð að reyna að halda ykkur sem mest heima hjá ykkur, að vera dugleg að þvo hendur, og bara almennt að hafa gát á. Þið sem eruð í framlínunni, hvort sem það er hjúkrunarfólk eða kennarar, eða bara hvaða hlutverki sem þið gegnið – takk fyrir, endalaust og alltaf ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum!

4 comments for “Meira og meira…

  1. Sóley Berglind Erlendsdóttir
    21.03.2020 at 20:58

    Verð að fá að vita hvar þú keyptir þetta hér ? Fallegu maríu styttuna í kassanum/ húsinu sem sé bæði húsið og styttuna kveðja ein sem elskar að fylgjast með öllu því fallega sem þú ert að gera takk fyrir það

    • Soffia - Skreytum Hús...
      22.03.2020 at 02:04

      Sæl Sóley og takk fyrir hrósið 🙂

      Maríu-styttan er gömul og fékkst í Púkó og smart á sínum tíma. Þú getur hugsanlega fundið svona í Evitu í Mosó, eða álíka. Kassinn/húsið er gamall klukkukassi sem ég málaði bara: http://www.skreytumhus.is/?p=63326
      Keyptur í Góða hirðinum!

  2. Anna
    13.04.2020 at 07:34

    Glæsilegt! Hvaðan eru vírkörfurnar með handföngunum neðst í hillunum?

    • Soffia - Skreytum Hús...
      16.04.2020 at 00:49

      Þær fengust í Rúmfó á sínum tíma! 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *