…á þessum nýju og skrítnu tímum sem við erum að upplifa, þá ætla ég að gera mitt allra besta að setja inn pósta með einföldum DIY-verkefnum og öðru slíku sem dreifir huganum. Því ég held að með því að standa saman, að hjálpast að – að þá getum við fundið eitthvað jákvætt úr þessu öllu saman.
Hún Berglind hjá Gulur, rauður, grænn og salt var einmitt að tala um það á Instagram, að velmegnun dregur almennt ekki það besta fram í fólki. Það er mótlætið og erfiðleikarnir sem fá okkur til þess að snúa bökum saman, standa þétt saman og takast á við verkefnið sem fyrir höndum er.
Ég held að þetta sé 100% rétt hjá henni – og maður sér t.d. fólkið á samfélagsmiðlunum þurfa að slaka sér niður, þurfa að leita meira inn á við, að hugsa fyrst og fremst um fólkið í kringum sig. Þannig held ég að við verðum strax betri manneskjur.
…ég er t.d. búin að vera að horfa mikið í kringum mig hérna heima, og stroka út verkefni sem ég hef haft hug á að gera lengi, en ekki haft tíma til. Svo má gleðjast í dásemdinni sem fylgir bara morgunsólinni…
…kveikja á kertum í fallegum kertaglösum (frá Bast.is og ConfettiSisters.is)…
…nú eða bara að taka nellikkuvönd sem var farinn að gefa sig, klippa niður og setja í minna ílát…
…finna t.d gömlu sykurkari nýjan tilgang…
…alveg að njóta sín vel í eldhúsinu…
…eins og þið sjáið þá festum við litla snaga á hliðina á skápnum, sem mér finnst vera snilld – fínt fyrir trébrettin og annað slíkt…
…eins langaði mig að sýna ykkur fallega kertastjakann í eldhúsinu, sem ég fékk að gjöf frá Títan Stálsmiðju…
…elska hvað hann er stílhreinn og fallegur…
…munum að gleðjast yfir litlu hlutunum, sem og þeim stóru…
…vorið er handan við hornið og svo kemur grænt sumar…
…reynum að finna okkur sniðug verkefni til þess að takast á við heima við næstu tvær vikur. Njótum þess að þurfa að hægja á okkur! Þetta gæti verið mikið verra, enn er verið að biðja okkur um að vera sem mest heima, og það er hægt að góna á Netflix, lesa bækur, hanga í síma, eða bara prjóna, mála, sauma og bara hvað sem okkur dettur í hug. Hljómar nú ekki illa…
Knús til ykkar og farið vel með ykkur ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!
Uppörvandi og vel orðaður pistill… ☺💚