…en ég var beðin um að fara á stúfana og finna til sitt hvað skemmtilegt fyrir fermingarnar í Smáralindinni núna í vikunni. Ég arkaði því af stað og fann sko alls konar sem var að heilla og flott að nota…
…eins og alltaf, þá er renningur, löber eða dúkur, undirstaðan undir þetta allt saman. Fallegt mynstur eða litur getur algjörlega gert borðið á svo auðveldan máta. Rétt eins og ég hef áður gert, þá fór ég í Söstrene og notaði veggfóður, en það er einmitt snilld að nota svoleiðis, eða gjafapappír, efnisstranga eða vaxdúka og klippa í löberstærðina sem hentar. Það þurfti ekkert að klippa þennan til, en ef ég væri að fara að setja þetta á gestaborðin – þá myndi ég skera þetta í tvo-þrjá mjóa renninga…
… hér sést renningurinn kominn á borð…
…síðan notaði ég trékassa frá H&M Home til þess að gera upphækkanir á borðið, sem er snilld…
…fallegir hnettir eru snilld í svona fermingarskreytingar – og þessir eru dásemd. Koma frá Pennanum/Eymundsson…
…það voru líka til fleiri týpur…
…bætti síðan við tveimur vösum, í mismunandi hæðum, sem koma frá Söstrene Greenes. Þeir eru mjög fallegir með þessum gullskrauti á.
Svo bætti ég við einum litlum hnetti, líka frá Pennanum/Eymundsson, því að það er alltaf svo gott að vera með oddatölur á líka…
…heyrðu og límmiðar, það er snilld að nota þá til þess að skreyta. Til þess að taka hluti og láta þá falla betur að þemanu/litinum sem þið ætlið að nota. Hér eru límmiðar úr A4 og doppurnar frá Söstrene…
…og þessir eru nú sniðugir einmitt fyrir þetta tilefni 🙂
…en gott er að taka í burtu bakgrunninn áður en farið er að nota þá, það auðveldar að losa þá upp…
…og af hverju ekki að skreyta t.d vasana, nú eða kertaglös á hvert gestaborð…
…annað einfalt sem hægt er að gera, hér er diskur á fæti frá H&M Home og lítill spegill, og bara að skella speglinum ofan á…
…þá er komin mjög fallegur diskur fyrir kertaskreytingu fyrir fermingarkertið…
…tók bara eina grein af Eucalytpus og myndaði hring úr henni, til þess að setja kertið síðan innan í…
…smá límmiði á kertið og þá er komin einföld kertaskreyting…
…og talandi um hringi, þá eru þessir hérna úr Söstrene…
…og auðvelt að setja gerviblóm, nú eða eucalyptus greinar og vefja utan um. Þannig er hægt að búa til litla kransa til skreytinga…
…það sem mér finnst gaman við svona tilefni, er að fara svolítið frjálslega í litina. Að festast ekki í einum lit, að allt þurfi að vera í akkurat þessum bleika lit – hvort sem um er að ræða servéttur, kerti eða hreinlega matinn. Það má leika sér með þetta allt…
…þess vegna fannst mér líka þessir litlu kertastjakar snilld, þeir tóku saman alla litina úr “dúkinum”. Stjakarnir fengust í H&M Home…
…eins finnst mér t.d. þessar servéttur allar ganga með þessu, nema kannski þessi hvíta með svörtu þríhyrningunum. Þannig að verið óhrædd að blanda…
…servétturnar sem eru merktar Ferming fást í Dúka…
…önnur einföld leið til þess að fá stemmingu er að vera með fánalengjur eða svona kögurlengjur. Ég fékk þessar í A4 og það gæti líka verið skemmtilegt að blanda saman litum, sko ég er öll í að blanda litum í skreytingum…
…þannig að þetta er ca útkoman, þegar allt er komið saman…
….bætti við örlítið af brúðarslöri með, en ég er með blóm frá Bjarkarblómum. Í raun er ég með mjög fá blóm, en það sýnir líka að það er hægt að komast upp með að vera bara með nokkra stilka…
…skellti hnettinum í kúpul frá H&M Home…
…litlir fánar úr Söstrene gera bollakökurnar að litum skreytingum…
….og stafalímmiðarnir eru snilld til þess að merkja korta-kassana, eða í þessu tilfelli kortatöskuna. Taskar er úr Söstrene en límmiðar úr A4...
…fallegar bækur geta líka verið fyrirtaks gestabækur – þessar eru úr A4…
🖤
Þess ber að geta að það er Konukvöld í Smáralindinni í kvöld:
Komdu á Konukvöld Smáralindar fimmtudaginn 5. mars. Vegleg tilboð í verslunum og á veitingastöðum allan daginn, glæsilegt happdrætti og lífleg stemning fram á kvöld. Opið til kl. 23. Hlökkum til að sjá þig! 🖤
…þetta hefur vonandi gefið ykkur einhverjar skemmtilegar hugmyndir, en allt sem er á borðinu gæti gengið fyrir hvern sem er. Það eina sem þarf að gera er að skipta út á milli lita. Ef þú ert með einhvern sem vill t.d. svart og hvítt, þá er bara að leika sér með það 🙂
P.s. Annars langar mig líka til þess að biðja þig, sem þetta lest, að smella á like-takkann ef þú hafðir gaman að póstinum. Að baki flestum póstum liggur margra klukkustunda vinna og mér þykir alveg afskaplega vænt um þessi litlu sætu like þegar mér berast þau. Þetta er bara svona eins og að segja góðan daginn með brosi á kaffistofunni – það þarf ekkert, en það kunna allir að meta það ♥