…en núna erum við að telja niður og minna en mánuður í atburðinn. Ég er í því að reyna að æsa fermingarbarnið í að taka alls konar ákvarðanir og segja mér hvað hana langar mest, og hún horfir á mömmu sína og dæsir og segir: mamma, ég er komin með skreyti í máli – hún ákveður þetta bara!
Ég er sem sé umræddur skreytir! Hana nú, eggið elur upp hænina.
Þó vorum við mæðgur alveg sammála um grunnáætlunina, sem er þetta hér Mood board – sjá meira hér:
…þannig að við erum að vinna með blóm og smá út í bleikt, og dass af gulli og glamúr með. Þannig að ég varð alveg himinlifandi þegar ég fann þessa stjaka og glerbox í Rúmfó…
…málið er með svona stjaka á t.d. veisluborð að þeir þurfa að vera ansi veglegir, og þessir hérna eru það – næstum 50 cm háir.
William kertastjaki – smella
Maksen skrautkassi – smella
…og ég er sko alveg að fíla hvernig þetta kemur út saman…
…og það skemmtilega við þennan kassa er “efri hæðin” en þar er hægt að vera með barnaskó eða litla skreytingu eða eitthvað fallegt, og síðan kortin á neðri hæðinni…
…ég hef líka oft sagt ykkur frá því að það er sniðugt að nota bara límmiða til þess að merkja kassana, t.d. kort – ef þetta á að vera fyrir gjafaumslög…
…en svo var ég svo heppin að finna Puha Iceland – smella hér fyrir Facebook – og sá hjá þeim svo flottar vörur…
…en hversu flott er þetta. Skorið í tré, og hægt að mála eða spreyja í hvaða lit sem er. Sjálf held ég að ég leyfi bara natur litinum að njóta sín…
…örlítið kennaratyggjó aftan á og þetta er bara fullkomið sko…
….þau gera líka þessar skemmtulegu nafnamyndir – persónulegar fyrir hvern og einn, og þú getur valið í hvaða lit þú vilt hafa þetta…
…ég fékk þau líka til þess að gera kökutopp fyrir mig, einn svona hring með stöfunum hennar…
…mjög fallegur og flottur glansi á þessu…
…eins og sést vel hér…
…og annar með dömu með hest, sem lýsir okkar stúlku langbest – þannig vill hún alltaf vera. Það er ótrúlega gaman að gera þetta svona, því að þau hjá Puha vilja bara heyra þínar hugmyndir og svo finna þau einhverja skemmtilega útfærslu – snilld…
Þið getið smellt hér til þess að skoða Puha nánar á netinu…
…ég er ofsalega ánægð með hvernig þetta kemur út – einfalt en fallegt…
Puha Design heimasíða
Puha Iceland á Facebook
Puha á Instagram
…þannig að – þetta er nú allt að smella saman, vonandi 🙂
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥