…jæja við vorum að skoða innlit í BAST (smella hér) og eitt af því sem var að heilla mig mikið voru þessi hérna glös – Hobstar…
…mér þykir þau alveg sérstaklega falleg, svona skorin glös eru alltaf tímalaus og svo að sjá þau í svona mörgum litum, gefur þeim skemmtilegan módern snúning. Er alveg að fíla þetta…
…þar sem ég er sjálf orðin frekar lúin á sisal-efnunum fyrir fermingarnar, þar sem það hefur verið við lýði síðan bara 1999 ef ekki mikið lengur, þá fannst mér þessir renningar vera skemmtilegt twist á þetta allt saman…
…renningarnir eru 40x480cm, þannig að þeir eru að passa vel fyrir t.d. langflest há/matarborð, eins og t.d. fyrir fermingarveisluna…
…rendurnar finnst mér æði – hér eru svona gammelbleikur, grár og síðan svona hör/beislitaður…
…og svo var þetta líka mjög fallegt blúndumynstur…
…hér sjáið þið síðan gráröndótta renninginn, og með eru glösin í bláu, grænu og gráu…
…hortensían er síðan gervi – og hún er ÆÐI! Þessi litur er uppáhalds!
Þið sjáið líka hversu fallegt það er að nota bláu og grænu tónana með gráa dúknum, því að það gerir þetta svo mikið hlýlegra en að vera bara með grátt á gráu. Þess vegna er ég alltaf að reyna að benda á að festast í ekki að ætla að vera með “bleikt” þema eða “blátt” þema. Frekar að leika sér að blanda saman…
…sama sjáið þið hér, blúndurenningurinn – og með honum er bleikt, glært og brúnt glas – pörfektó!
…hortensían þessi er líka gervi, súper falleg. Svo er gaman að blanda við servéttum sem tóna við…
…nú svo er líka hægt að vera með alveg í stíl, ef þið fílið það betur…
…þessar servéttur finnst mér geggjaðar með – finnst þessar servéttur reyndar bara æði…
…og hér er líka bara gráar með fjöðrum, mér finnst að maður eigi að blanda meira saman servéttum fyrir fermingar og aðrar veislur. Það er bara svo fallegt, að mínu mati!
…og svo sjáið þið hérna vasa í baksýn…
…en þessi fannst mér passa vel við glösin, enda svona skorinn líka – súper fallegur…
…en nú það sem ég er að benda á með glösunum, er einmitt að nota þau svona sem sprittkertastjaka í veislurnar…
…mér finnst nefnilega í raun sniðugra að versla eitthvað sem maður kemur til með að geta notað áfram – og hér ertu komin með æðisleg glös til þess að nota áfram fyrir drykki. Nú eða fyrir kertin…
…hér erum við í natur tónunum, svo fallegt…
…eins langaði mig að benda ykkur á þessa – en þetta er kristalsskál – svo falleg á matarborðið fyrir kransakökubitana, eða konfekt eða bara hvað sem er – en svona skálar á fæti finnst mér alltaf einstaklega tignarlegar og flottar á borði. Kostar líka bara rétt um 2600kr…
…ég er alveg heilluð af þessum glösum. Sjálf er ég týpan sem fellur oftast bara fyrir glærum – en núna þegar ég horfi á þessi – þá langar mig eiginlega bara að blanda saman öllum þessum litum sem ég valdi 🙂
…hver er þinn eftirlætislitur?
…varðandi svona renninga – þá er þetta leiðin til þess að nota þá. Ef þið eruð t.d. með matarborð í fermingar – þá er bara skella svona yfir borðið og það gerir alveg heilmikið. Ef þið ætlið að nota svona á gestaborðin, þá væri auðvelt að kljúfa renninginn bara í tvennt…
…þið finnið þennan vasa hér!
…svo kíkti ég líka yfir síðuna, og þar líka sérdálkur þar sem eru hugmyndir að fermingargjöfum – smella hér. Sjálf týndi ég saman nokkra hluti og setti í eina mynd, þið sjáið hana hér fyrir neðan…
…og þannig fór nú það – en var ég búin að segja ykkur frá þessum glösum 😉
…er alveg að elska þau í ræmur!
Svo er bara að óska ykkur góðrar helgi, hafið það sem allra best ♥
P.s. ykkur er alltaf frjálst að deila póstinum og ef þið smellið á like – þá verð ég sérlega glöð og kát í hjarta ♥