Blóm í vasa…

…sumir póstar eru langir, en aðrir stuttir 🙂 Þessi er í styttri kantinum. Þannig er mál með vexti að ég fæ svo oft spurningar um hvaðan blómin í kúluvasanum mínum séu, þannig að ég ákvað hreinlega að skella því í póst – þannig að ég geti vísað í hann. Snjallt ekki satt?

…ég tók síðan blómin upp úr til þess að kanna hvað það voru margir stilkar af hverju, því að það er önnur spurning sem er algeng…

…gott er að byrja bara á Eucalyptus-greinunum frá Ikea – smella hér.
Þessar eru í uppáhaldi hjá mér því þær eru mjög raunverulegar, og ég á alltaf nokkrar svona til þess að skella í uppáhalds vasa/könnur á milli þegar ég er ekki með fersk blóm…

…svo eru það þessi blóm frá Rúmfó. Þetta er Sedum-blóm, og er í raun bara næstum alveg eins og alvöru blómið. Ofsalega fallegt og skemmtileg áferð á því. Síðan eru svona mini Eucaluptus-greinar, og þær eru eins og Baby Blue Eucalytpusinn. Frábært verð á þessum og kostar greinin bara 399kr.
Blóm og greinar – smella hér

…í haust komu svo þessar dásamlegu rauðlituðu haustgreinar í Rúmfó, og ég skellti þeim inn í vöndinn – en hugsanlega tek ég þær úr þegar fer að vora.
Haustgreinar – smella hér…

…hér sést síðan hvaða fjölda ég er með af hverjum stilk, nema mini Eucalyptusinn, það eru 4 stk af honum…

Gott er að hafa í huga varðandi gerviblóm:
♥ Almennt er betra að vera með oddatölu.
♥ Ef vasinn er glær eða sést í gegnum hann, þá þarf að stytta stilkana með því að klippa þá.
♥ Rétt eins og með alvöru blóm þá eru blómin fallegri í vasa hringvafinn (sjá hér).

….hér er vöndurinn með rauðu greinunum…

…og svo hér að sumri, án þeirra!

…þetta svarar vonandi einhverjum spurningum!
Njótið dagsins ♥

ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *