…og að þessu sinni á Smáratorgi. Ég ákvað að hlaupa einn hring og mynda svona þar sem var að grípa mig að hverju sinni. Þannig að rétt eins og alltaf, þá er þetta ekki tæmandi listi 😉
…það er mjög mikið til af fallegum fylgihlutum, eins og þessi hilla ber t.d með sér…
…ég var mjög skotin í þessum – finnst flottur þessi sementsbotn…
…hvíta línan, mjög falleg teppin líka…
…það er mikið úrval af sófum, og það er líka hægt að skoða það á netinu: smella hér…
…geggjaðir stjakar…
…þessi ilmkerti eru svo góð – og síðan finnst mér þau svo falleg og stílhrein…
…það er líka til ýmislegt Múmíntengt – smella hér…
…kózý hornsófi, og svo fallegur við svona ljósbláan vegg…
…hægindastóll og skemill – og dásemdarhilla…
…þetta borð með “marmaraáferð” finnst mér líka ferlega smart…
…fallegur tungusófi, og líka svo tímalaus eitthvað…
…stórar luktir…
…fleiri “marmara” borð (set marmara í sviga því ég er ekki viss um hvaða efni er í raun í borðplötunni)…
…þessi hilla finnst mér alveg sérlega töff…
…sérlega fallegur liturinn á þessum, og speglarnir spennandi kostur til þess að gera grúbbu á vegg..
…minni útgáfa af hillunni, og fleiri flottir speglar…
…orange – þessi væri flottur við tekkhúsgögnin…
…geggjaður og þægilegur…
…þarna kemst bara fyrir 12 manns í það minnsta 🙂
…borðagrúbbur eru alltaf góðar…
…mikið úrval af hægindastólum, og alls konar litir…
…bleikur og bjútifúl…
…einfaldir og töff…
…mikið af töff vírkörfuborðum, og skrautstigar og fleira…
…eigið yndislegan laugardag ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!