…þið vitið hvernig þetta er – stundum er eitthvað sem manni langar bara svo að eignast. Hjá mér var það dásamlegur bakki á fæti – ég var búin að óska mér hann í jólagjöf, en þá var hann uppseldur, þannig að ekkert varð úr. En um daginn kíkti ég við í Salt í Kringlunni, þar sem ég sá þau auglýsa að bakkinn góði væri kominn í hús aftur…
…ég er svo hrifin af þessum stóru silfurskálum, þær eru svo flottar…
…og þessi trébretti öllsömul – þau er svo hrikalega töff…
…geggjaðar stóru flöskurnar fyrir blóm og stórar greinar…
…og bara dásamlega fallegir nytjahlutir fyrir heimilið…
…það er líka alltaf gaman að skoða í búðum sem eru svona fallega uppsettar…
…geggjuð hnífapör…
…fallegar sápur og meððí…
…og dásemdarbakkinn “minn” sem mig var búið að langa svo lengi í…
…hann er þungur og massífur, úr svona eins og steyptum málmi, og getur því haldið þungu…
…ég sá hann strax fyrir mér með kertum og Maríustyttu, og jú talnabandi…
…mér finnst þetta svo fallegt…
…og færði hann svo yfir á gangaborðið og bætti stórri Maríustyttu með. Hún er mjög þung og sýnir þetta vel hvað bakkinn er voldugur og heldur vel ballance…
…stóra Maríustyttan fékkst í Púkó og smart, en sú minni var keypt í antíkbúð í Köben…
…það er nú alltaf gaman þegar að draumar rætast – ég er í það minnsta ótrúlega glöð með þessa nýjustu gersemi mína ♥
ps. þætti vænt um að þið mynduð smella á like-hnappinn ef þið höfðuð gaman af póstinum og ekki væri nú verra að heyra aðeins frá ykkur – eins má sko deila þessu í allar áttir, það væri bara yndislegt!
Svo fallegt allt saman! Og kortastandurinn líka, ekkert smá töff 🙂
Endalaust fallegt….
Dásamlega fallegt og bakkinn æði 😍
Dásamlega fallegt og bakkinn æði 😍
K.kv Anna
Geggjaður bakkinn og alltaf gaman að versla í Salt🥰